Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 33
Smásaga eftir Trausta Ólafsson Hann dregur þær fyrir mig hann Pétur á Bólstað. Þú segir honum það fyrir mig réttar- stjóranum. Já, ansaði Hjörtur. Það skal ég gera. Stefán stóð enn nokkra stund og leit þegjandi til jarðar. Það var eins og hann ætti enn eitt- hvað ósagt. Hjörtur gróf hend- urnar í buxnavösunum og tví- sté. Loks: Þú ferð til Þórðar. Já. Hann á kannski von á þér með rútunni og sækir þig niðreftir? Ha! Nei! Ég veit það ekki! Ætli ég komist ekki þangað hjálparlaust. Stefán horfði enn niður fyrir sig. Svo var eins og Hann kallaði hundinn til sín bak við húsið, klóraði honum ... Hann sá lífið fjara út í brúnum augum hans, sem mændu enn á hann ... hann mætti ekki vera að þessu lengur, hann leit snöggt upp, rétti Hirti höndina og sagði: Þú segir honum það réttar- stjóranum, að Pétur dragi þær fyrir mig. Þakka þér svo fyrir og vertu svo blessaður. Vertu sæll. Hjörtur horfði á eftir gamla manninum inn i útibúið. Svo ræskti hann sig, skyrpti, þurrk- aði sér um munninn á handar- bakinu, snaraðist undir stýri og ók af stað. Enginn beið afgreiðslu í úti- búinu svo Stefán gekk beint til stúlkunnar við borðið og heils- aði henni með handabandi. Þetta var feitlagin stúlka og hún kunni þvi vel, að hann heilsaði að þessum sið. Annars gerðu það orðið fáir, sem er- indi áttu i bankann. Stefán dró bankabók upp úr innri jakkavasa sínum: Ég ætla að taka út úr henni. Stúlkan tók við bókinni: Hvað mikið? Allt. Allt? Þá verð ég að ógilda bókina. Þá næstum allt, sagði Stefán. Svo þegar ég fæ inn í hana úr sláturfélaginu, ætla ég að biðja þig að senda mér það jafnóð- um suður. Ég verð hjá honum Þórði. Það skal ég gera, svaraði stúlkan. Þau kunnu orðið hvort á annað, þótt Stefán væri ekki tíður gestur i útibúinu. Brátt taldi hún honum peningana fram á borðið. Heyrðu, ég þarf að halda bókinni til að geta sent þér peningana suður, sagði stúlkan. Ég held ég trúi þér fyrir henni. Það örlaði á brosi í aug- um Stefáns í fyrsta sinn þenn- an morgun. Svo tók hann í hönd stúlkunnar: Þakka þér fyrir og vertu sæl. Vertu sæll. Þegar hann gekk út, veitti hún því athygli, að það hefði þurft að pressa buxurnar hans. Á leiðinni suður þyngdi í lofti á heiðinni og farið var að rigna, þegar til Reykjavíkur kom. Á umferðarmiðstöðinni var mikill erill og Stefán vissi ekki almennilega, hvað hann átti af sér að gera, þegar hann kom út úr rútunni. Þó fylgdist hann með samfarþegum sínum inn í bygginguna og út úr henni aftur hringbrautarmeg- in. Hann gekk í átt að Lands- spítalanum, framhjá honum og áfram til austurs fremur af meðfæddri áttvísi en kunnug- leik. Hann gekk lengi og mætti loks velklæddri frú. Fyrirgefðu, sagði hann. Ekki geturðu sagt mér, hvar Breiðholtið er? Það er í þessa átt, sagði kon- an og benti. Svo leit hún á hann og bætti við: En þú verð- ur óskaplega lengi að ganga. Þú ættir að taka þér bíl. Á samri stundu var hún horfin. Stefán mætti fleirum, sem staðfestu, að hann væri á réttri leið, en hann yrði afar lengi að ganga. Aldrei hefði Stefán að óreyndu trúað því að svo langt gæti verið milli manna. Smátt og smátt styttist þó spölurinn, hann kom í Breiðholt og spurði sig áfram að húsi Þórðar, sem var hið glæstasta að sjá, en ekki þótti Stefáni það bú- mannslegt. Hann kvaddi dyra, en ekki var lokið upp fyrir honum. Hann barði þá aftur, en eigi var að heldur upp lokið dyrunum. Enn knúði Stefán dyranna og nú sýnu fastast. Ljóshærð og bleikklædd kona svipti upp hurðinni: Hvað er þetta maður? Því hringirðu ekki bjöllunni? Ætlarðu að brjóta niður húsið eða hvað? Ekki ætlaði ég mér það nú. Komdu annars sæl, og Stefán rétti fram höndina. En hún þekkti hann ekki, þarna sem hann stóð á tröpp- um hennar í bláröndóttum föt- um, hafði enda ekki séð hann þannig til fara áður. Guð minn í himninum! Allt- af sleppa einhverjir hjá þeim! Og hún skellti á hann hurð- inni. □ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.