Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 19
Nýr sögukafli eftir Jón Helgason hnén á pabba sínum, hátíðleg- ar í bragði og lotningarfullar, þegar hann sópaði saman spónunum, sem hrotið höfðu af hnífnum hans, og virt fyrir sér þennan karl, sem gægðist þarna út úr hvítum viðnum, nýskapaður. — Þetta er ármaðurinn okk- ar, sagði smádalabóndinn kim- leitur við litlu stúlkurnar sín- ar. Hann er ekki neitt meyjar- yndi, karlanginn. En hann ger- ir okkur þann greiða að vaka fyrir okkur i fjárhúshlöðunni á nóttunni, þegar við sofum, og bregða sér við og við fram í húsin til þess að líta eftir því, að kindurnar okkar festi sig ekki á hornunum á jötubönd- unum. Eða var kannski einhvern tíma seinna, að hann sagði þetta? Hvort heldur var, þá hét hann Ármann og gætti hlöðu og fjárhúss i Smádölum. Ærmann höfðu þær fyrst vilj- að kalla hann af þvi að hann átti að líta til með ánum. En það var bara kjánaskapur: Ár- mann -— það hét hann reynd- ar. Það varð ekki í efa dregið, sem pabbi þeirra sagði. Um eitt reyndist hann þó ekki sann- spár: Ármann varð hið mesta meyjaryndi i sinni sveit. Samt voru þær aldrei nærgöngular við hann, Dúfa og Lóa, því alltaf báru þær sömu lotninguna fyr- ir honum, þó að hann gretti sig kankvíslega framan i þær. Og ekki rénaði lotningin við það að sjá, hvernig pabbi þeirra leysti heyið með Ár- manni. Aldrei stakk hann hey- stingnum í stæðurnar, án þess að styðja við heyið með vinstri hendi, svo að ekki drægist út svo stór flygsa, að hún skildi eftir sig slöður eða skúta. — Það sakar engan, þó að hann beri sig að þvi að gera hvað eina eins vel og hann er maður til, sagði hann við dæt- ur sínar. Þó svo það gefi ekki annan arð en frið i sinni. Ró- samt hugarfar — það er lika nokkurs virði. Það var skritið með Ár- mann: Hann, sem var svo hvit- ur i framan, þegar hann tók við vökumannsembættinu, blakknaði smám saman, þegar hann fór að vera til lang- frama í vistinni, og varð loks mógulur: Telpunum bauð i grun, að seinast yrði hann kannski eins og blámennirnir, sem áttu heima i stóru skóg- unum suður í löndum. En hann var vænn karl samt, þó að hann blakknaði í framan og það var áreiðanlegt, að hann var alveg eins og pabbi þeirra: Vildi, að geilarnar væru þráð- beinar og jafnbreiðar að ofan og neðan, og stálið svo slétt, að hvergi væri missmíði á. Þegar pabbi þeirra dró annað augað í pung og gaumgæfði með hinu, hvort ekki vottaði nú einhvers staðar fyrir bungu, fláa eða ójöfnu, haldandi á heystingnum, gátu þær ekki betur séð en Ármann gerði það líka. Og meira en það: Þær sáu alveg greinilega, hvernig hann kipraði vinstra augað — alltaf vinstra augað. Svo var það frú Móheiður. Það var merkismaddama. í stokkunum á hlöðugólfinu, sem lofti var blásið gegn um á sumrin, þegar heyið var komið inn, svo að það yrði fallega grænt á litinn og gott á lykt- ina og kindurnar lystugar á það — þar bjó lítil mús. Hún haf ði búið þar i marga vetur — eins lengi og telpurnar mundu. Og pabbi hafði alltaf vakað yf- ir þvi með litlu nórunum sin- um, að kötturinn kæmist ekki í hlöðuna, þó að hann legði leið sína út að fjárhúsum, því að köttum finnst sjálfsagt að veiða allar mýs, sem þeir kom- ast i tæri við, og helzt éta þær, ef þeir eru þá ekki svo belgsaddir, að öll lyst sé frá þeim tekin. Pabbi hafði ævin- lega brauðmola handa henni i vasanum á nankinsjakkanum sínum. Á meðan telpurnar voru litlar, beygði hann sig niður, þegar hann var kominn úr úlpunni, svo að þær gætu seilzt í jakkavasann eftir brauði músarinnar. Þegar tognaði úr þeim, þurfti hann ekki lengur að beygja sig. Brauðmolunum röðuðu þær í lófa sér og fóru með þá að auga á einum stokknum — þar voru bæjardyr músarinnar. Að þeim varð ekki komizt, fyrr en búið var að gefa dálítið úr hlöðunni, og þess vegna var fyrsta geilin látin ganga í átt- ina að þessu gati. Ármann var pabba þeirra alveg sammála um það. En náttúrlega mátti ekki rifa og tæta heyið í neinu bráðræði, heldur varð að vanda til hvers handtaks eins og endranær: Ekki grafa holu í heyið, þótt varla vantaði spönn upp á, að markinu væri náð. Og allt auðvitað ómark, nema það væri rétta augað: Þær voru ekki á ferð og flugi, bæjardyrnar hjá frú Móheiði. Það var segin saga: Telpurn- ar höfðu ekki fyrr stráð brauð- molunum við augað á stokkn- um en mýsla rak út módökkt trýnið, lyfti sér upp að fram- an og nasaði og viðraði í all- ar áttir, svo snöggt að kamp- arnir á henni kipptust til. Það stirndi á dökk augun, þarna sem hún stóð í dyrunum sín- um — þau voru viðlíka og perlur, sem mömmur lítilla telpna draga á band til þess 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.