Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 19

Samvinnan - 01.12.1975, Side 19
Nýr sögukafli eftir Jón Helgason hnén á pabba sínum, hátíðleg- ar í bragði og lotningarfullar, þegar hann sópaði saman spónunum, sem hrotið höfðu af hnífnum hans, og virt fyrir sér þennan karl, sem gægðist þarna út úr hvítum viðnum, nýskapaður. — Þetta er ármaðurinn okk- ar, sagði smádalabóndinn kim- leitur við litlu stúlkurnar sín- ar. Hann er ekki neitt meyjar- yndi, karlanginn. En hann ger- ir okkur þann greiða að vaka fyrir okkur i fjárhúshlöðunni á nóttunni, þegar við sofum, og bregða sér við og við fram í húsin til þess að líta eftir því, að kindurnar okkar festi sig ekki á hornunum á jötubönd- unum. Eða var kannski einhvern tíma seinna, að hann sagði þetta? Hvort heldur var, þá hét hann Ármann og gætti hlöðu og fjárhúss i Smádölum. Ærmann höfðu þær fyrst vilj- að kalla hann af þvi að hann átti að líta til með ánum. En það var bara kjánaskapur: Ár- mann -— það hét hann reynd- ar. Það varð ekki í efa dregið, sem pabbi þeirra sagði. Um eitt reyndist hann þó ekki sann- spár: Ármann varð hið mesta meyjaryndi i sinni sveit. Samt voru þær aldrei nærgöngular við hann, Dúfa og Lóa, því alltaf báru þær sömu lotninguna fyr- ir honum, þó að hann gretti sig kankvíslega framan i þær. Og ekki rénaði lotningin við það að sjá, hvernig pabbi þeirra leysti heyið með Ár- manni. Aldrei stakk hann hey- stingnum í stæðurnar, án þess að styðja við heyið með vinstri hendi, svo að ekki drægist út svo stór flygsa, að hún skildi eftir sig slöður eða skúta. — Það sakar engan, þó að hann beri sig að þvi að gera hvað eina eins vel og hann er maður til, sagði hann við dæt- ur sínar. Þó svo það gefi ekki annan arð en frið i sinni. Ró- samt hugarfar — það er lika nokkurs virði. Það var skritið með Ár- mann: Hann, sem var svo hvit- ur i framan, þegar hann tók við vökumannsembættinu, blakknaði smám saman, þegar hann fór að vera til lang- frama í vistinni, og varð loks mógulur: Telpunum bauð i grun, að seinast yrði hann kannski eins og blámennirnir, sem áttu heima i stóru skóg- unum suður í löndum. En hann var vænn karl samt, þó að hann blakknaði í framan og það var áreiðanlegt, að hann var alveg eins og pabbi þeirra: Vildi, að geilarnar væru þráð- beinar og jafnbreiðar að ofan og neðan, og stálið svo slétt, að hvergi væri missmíði á. Þegar pabbi þeirra dró annað augað í pung og gaumgæfði með hinu, hvort ekki vottaði nú einhvers staðar fyrir bungu, fláa eða ójöfnu, haldandi á heystingnum, gátu þær ekki betur séð en Ármann gerði það líka. Og meira en það: Þær sáu alveg greinilega, hvernig hann kipraði vinstra augað — alltaf vinstra augað. Svo var það frú Móheiður. Það var merkismaddama. í stokkunum á hlöðugólfinu, sem lofti var blásið gegn um á sumrin, þegar heyið var komið inn, svo að það yrði fallega grænt á litinn og gott á lykt- ina og kindurnar lystugar á það — þar bjó lítil mús. Hún haf ði búið þar i marga vetur — eins lengi og telpurnar mundu. Og pabbi hafði alltaf vakað yf- ir þvi með litlu nórunum sin- um, að kötturinn kæmist ekki í hlöðuna, þó að hann legði leið sína út að fjárhúsum, því að köttum finnst sjálfsagt að veiða allar mýs, sem þeir kom- ast i tæri við, og helzt éta þær, ef þeir eru þá ekki svo belgsaddir, að öll lyst sé frá þeim tekin. Pabbi hafði ævin- lega brauðmola handa henni i vasanum á nankinsjakkanum sínum. Á meðan telpurnar voru litlar, beygði hann sig niður, þegar hann var kominn úr úlpunni, svo að þær gætu seilzt í jakkavasann eftir brauði músarinnar. Þegar tognaði úr þeim, þurfti hann ekki lengur að beygja sig. Brauðmolunum röðuðu þær í lófa sér og fóru með þá að auga á einum stokknum — þar voru bæjardyr músarinnar. Að þeim varð ekki komizt, fyrr en búið var að gefa dálítið úr hlöðunni, og þess vegna var fyrsta geilin látin ganga í átt- ina að þessu gati. Ármann var pabba þeirra alveg sammála um það. En náttúrlega mátti ekki rifa og tæta heyið í neinu bráðræði, heldur varð að vanda til hvers handtaks eins og endranær: Ekki grafa holu í heyið, þótt varla vantaði spönn upp á, að markinu væri náð. Og allt auðvitað ómark, nema það væri rétta augað: Þær voru ekki á ferð og flugi, bæjardyrnar hjá frú Móheiði. Það var segin saga: Telpurn- ar höfðu ekki fyrr stráð brauð- molunum við augað á stokkn- um en mýsla rak út módökkt trýnið, lyfti sér upp að fram- an og nasaði og viðraði í all- ar áttir, svo snöggt að kamp- arnir á henni kipptust til. Það stirndi á dökk augun, þarna sem hún stóð í dyrunum sín- um — þau voru viðlíka og perlur, sem mömmur lítilla telpna draga á band til þess 25

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.