Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 39

Samvinnan - 01.12.1975, Side 39
Efnahagsmál Dr. Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri kom á fundinn og flutti erindi um efna- hagsmál. Rakti hann þróun í efnahagsmálum þjóðarinnar síðustu árin, gerði grein fyrir núverandi ástandi í heild og rakti þær aðgerðir, sem fyrirsjáanlega yrði að gera til að bæta stöðu okkar. M. a. taldi hann, að með því samkomulagi, sem gert var fyrr á þessu ári um útlán bankanna, hefði náðst sá árangur, sem stefnt hefði verið að, og væri óhjákvæmilegt að halda því áfram næsta ár. Það hefði þó í för með sér takmörkun á útlánum til rekstrar atvinnuveganna, sem nauðsynlegt væri að bæta þeim upp með einhverjum aðgerðum. Jafnframt væri nauðsynlegt að þjóðin einbeitti sér að eflingu og uppbyggingu þeirra atvinnuvega, sem mest gætu stuðlað að því að auka framleiðsluna og bæta þannig ástandið. Atvinnulýðræði Axel Gíslason frkvstj. Skipulags- og fræðsludeildar flutti erindi á fundinum um atvinnulýðræði. Gerði hann m. a. grein fyrir því, hvernig aðild starfsmanna að stjórn samvinnufyrirtækja væri háttað annars staðar á Norðurlöndum, og sömu- leiðis skýrði hann frá því, hvaða leiðir kæmu til greina til að koma á hliðstæðu skipulagi hér á landi miðað við þau ákvæði í lögum og samþykktum, sem taka þyrfti tillit til. Taldi hann til dæmis framkvæmanlegt, að starfsmenn ættu full- trúa í stjórn Sambandsins, sem sætu þar með málfrelsi og tillögurétti. Auk þess skýrði hann frá því, að atvinnulýðræði yrði sérstakt umræðuefni á næsta aðalfundi Sambandsins, og mætti því gera ráð fyrir, að þessi mál skýrðust verulega að hon- um loknum, eftir að þau hefðu verið rædd innan kaupfélaganna fyrir fundinn. Birgðastöðvar Meðal þeirra mála, sem fram komu frá landsfjórðungafund- um kaupfélagsstjóra, voru ósk- ir frá kaupfélagsstjórum á Norðurlandi um að vísir að sér- stakri birgðastöð yrði settur upp á Akureyri á fyrri hluta næsta árs, og þá fyrst og fremst með þær vörutegundir, sem dýrastar væru í flutningi. Lika kom fram ósk frá kaup- félagsstjórum á Austurlandi um það, að sett yrði á stofn birgðastöð fyrir Austurland á Reyðarfirði. Auk þess komu fram á fundinum hugmyndir um það, að kaupfélögum í ná- grenni Reykjavíkur yrði veitt rekstraraðild að fyrirhuguðum stórmarkaði KRON við Sunda- höfn, með hliðsjón af því að slík verzlun myndi draga til sin viðskipti af félagssvæðum ná- grannakaupfélaganna. Engar ákvarðanir voru teknar á fund- inum um þessi mál, en þeim vísað til framkvæmdastjórnar Sambandsins. „Tilboð vikunnar“ Þá samþykkti fundurinn til- lögu frá Markaðsráði, sem fól í sér breytta tilhögun á söluher- ferðum Innflutningsdeildar og kaupfélaganna. Gerði tillagan ráð fyrir, að á næsta ári hefðu þessir aðilar með sér samstarf um að bjóða með reglulegu millibili sérstök tilboðsverð á tilteknum vöruflokkum í viku i einu, og yrðu samtals 15 slík- ar tilboðsherferðir á næsta ári með um 60 vörutegundir. Kaus fundurinn sérstaka nefnd til að annast framkvæmd þessa máls. □ Á myndinni til vinstri: Sigfús Sig- urðsson, Kaupfélagi Stykkishólms; Steinþór Þorsteinsson, Kaupfélagi Hvammsfjarðar, Búðardal; Gísli Theodórsson, Innflutningsdeild, Ármann Þórðarson, Ólafsfirði og Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli. Á myndinni hér að neðan eru (talið frá hægri): Guðröður Jónsson, Kaupfélaginu Fram, Norðfirði; Helgi Rafn Traustason, Kaupfélagi Skagfirðinga, Sauðárkróki; Georg Hermannsson, Kaupfélagi Vest- mannaeyja, — og Ólafur Sverris- son, Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgamesi.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.