Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 31
 'CA CENTRAL COMMITTEE MCETING IN stockholm ^^ 23lh-2Sih Oct 1975 ' —• . - iimi ■ m n IRMmiÍ SwQRðWI 'i * -. j ■* • f ' i ím' .' i ’ |f ! j &,£' I. mmasís&rmz, . *■ t mörgum löndum. Sjá þau um að útvega félagsmönnum sin- um skólabækur, ritföng og ann- að það, sem þá vanhagar um við nám sitt. Flest þessara fé- laga starfa án beinna tengsla við samvinnufélög neytenda í viðkomandi löndum, og m. a. eru þau mjög útbreidd í há- skólum Bandaríkjanna og Kan- ada, þar sem samvinnufélög stúdenta hafa með sér sérstakt samband. Þá er almennt fræðslustarf og rekstur skóla og námskeiða fyrir ungt fólk meira eða minna snar þáttur í viðleitni sam- vinnufélaga um allan heim til að draga til sín unga starfs- krafta. Slikt starf beinist fyrst og fremst að starfsmönnum félaganna og samtaka þeirra, og markmið þess er að þjálfa þá sem bezt til trúnaðarstarfa á vegum hreyfinganna. í niðurstöðum skýrslunnar, svo og þeim umræðum, sem urðu um málið á fundinum, var einkum lögð áherzla á mikil- vægi þessa síðast nefnda þátt- ar, þ. e. að leggja á það höf- uðáherzlu að þjálfa unga starfsmenn sem bezt og leitast við að gera félögin og sambönd þeirra sem eftirsóknarverðust sem vinnuveitendur. Varð- andi tengsl við ungt fólk utan starfsmannahópsins var lögð á það megináherzla, að félögin yrðu að höfða eftir mætti til þess hóps ungs fólks, sem ný- búið væri að stofna heimili. Slíkt yrði að gera með fræðslu- starfi, en meginatriði væri þó að sýna fram á það í verki, að félögin væru þess megnug að veita betri þjónustu en keppi- nautarnir, og að þau væru fær um að tryggja neytendur gegn hvers konar rangsleitni á markaðnum. • ORKUMÁL Fyrir fundinn var sömuleið- is lögð ýtarleg skýrsla um orkumálin og áhrif olíukrepp- unnar á starfsemi samvinnu- félaga. Þar var einnig rakið á rækilegan hátt, hver væri staðan í orkubirgðum heimsins. Kom þar m. a. fram, að miðað við neyzlu síðustu ára munu þekktar birgðir i heiminum af hráolíu ekki endast nema næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin. Aftur á móti munu kolabirgðir heimsins vera næg- ar næstu þrjár aldirnar. Það kom einnig fram í skýrsl- unni, að samvinnufélög sem slík hafa ekki orðið fyrir þung- um búsifjum af völdum olíu- kreppunnar. Yfirleitt hafa þau ekki mikil afskipti af olíusölu eða orkuframleiðslu, svo að það er helzt á liðum eins og flutn- ingskostnaði, sem hennar gæt- ir. Undantekning frá þessu eru samvinnurafveitur í Banda- ríkjunum, sem sjá um 98% bandarískra bænda fyrir raf- magni og þjóna samtals 25 miljónum fólks. Þá eru víða til sérstök olíufélög með sam- vinnusniði, og er af þeim helzt að geta um sænska olíusölu- sambandið OK, sem 1974 hafði 14% markaðshlutfall á sænska olíusölumarkaðnum. í umræðum á miðstjórnar- fundinum komu m. a. fram þau sjónarmið, að samvinnuhreyf- ingin verði að taka meiri þátt en hingað til í oliuvinnslu og olíudreifingu. Þá verði hún að reyna að stuðla að skynsam- legri nýtingu á oliu og orku yfirleitt, en umfram allt að berjast á móti ójafnri dreif- ingu auðs um heiminn vegna olíukreppunnar. í því sambandi þyrfti hún að hafa góðar gæt- ur á starfsemi alþjóðlegra olíu- hringa og sérstaklega að standa stöðugan vörð um hagsmuni fátækra þróunarlanda til að reyna að koma i veg fyrir, að nokkur þeirra yrðu arðrænd með háu orkuverði. Framhald á bls. 55. Yfirlitsmynd frá miðstjórnarfundi Alþjóðsambands samvinnumanna, en fundinn sóttu um 180 fulltrúar frá flestum aðildarsamböndunum. Fundurinn var haldinn í gamla þinghúsinu í Stokkhólmi og hér sést virðulegt fordyri þess sögu- fræga húss. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.