Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 69

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 69
Magnarar Það má segja að magnarinn sé hjartað og heilinn í Hi-Fi keðjunni eða radíófón- inum. Hlutverk hans er að taka við dauf- um merkjum frá tónhaus á segulbands- tæki eða pickupi á plötuspilara, breyta þeim, laga og leiðrétta eftir þvi sem við á. Magna þau siðan margfalt að styrk svo þau séu fær um að knýja hátalara, sem breytir þeim i hljóðbylgjur. í magn- aranum eru lika öll hin nauðsynlegu stilli, t. d. styrkstilli, jafnvægisstilli, bassa- og diskantstilli, einnig er á sumum mögnurum filterar eða síur fyrir hæstu og lægstu tónana i heyranlega tónsvið- inu. Laudnessstillingu er ágætt að hafa og er hún sett á þegar lágt er spilað og eykur hún þá bæði við hæstu og lægstu tónana. Eyrað er næmast fyrir millitón- unum á lágum styrk. Á magnaranum eru líka inn- og út-gangar, sem við hann eiga að tengjast. Þegar velja á hluti i Hi-Fi keðjuna, þá getur verið gott að byrja á magnaranum og fá að hlusta á mismun- andi hátalara og pickup í gegnum hann. Sambyggður magnari og útvarpstæki gæti verið góð lausn en verðmunurinn er oft mikill og útvarpstækið hefur ef til vill ekki hagstæðar bylgjulengdir. Ferðatæki gæti verið til á heimilinu, sem tengja mætti við magnarann með til- heyrandi millisnúrum. En um Stereomót- tökuskilyrði er ekki að ræða, enda ekki sent út í stereo hér á landi enn þá. Hins vegar eru flestir sambyggðir útvarps- magnarar fyrir stereo móttöku, sem því ekki kemur að fullum notum. Þegar velja á magnara ætti að hafa hugfast: Hversu sterkur hann þurfi að vera, þ.e. hve mörg wött hann á að geta gefið út. Þvi stærra sem herbergið er, sem hann á að vera i, þvi meira afl þarf. Hátalarar hafa mjög mismunandi nýtni (frekar um það i kafla um hátalara). Áriðandi er, þegar wattatölur eru bornar saman, að um sams konar wött sé að ræða, þ. e. að sínus og músik wött séu ekki borin sam- an, því sínuswattatalan er alltaf nokkru lægri en hin. Fyrir venjulega heimilis- notkun ætti magnari á bilinu 2x10 W. — 2x40 W. að duga. Hafa ber i huga að stereo magnari er alltaf tvöfaldur og þess vegna talað um að hann sé tvisvar sinn- um einhver ákveðin wött og að magnari sem er 2x40 W. hljómar alls ekki fjórum sinnum hærra en sá sem er 2x10 W. Því veldur að eyrað nemur tónstyrk eftir logárythmiskum kvarða. Á magnaranum þurfa að vera nauðsynlegir inngangs- og útgangsmöguleikar þ. e. upptaka og af- spilun fyrir segulband, inngangur fyrir magnetiskan pickup, inngangur fyrir út- varp og útgangur fyrir heyrnartól. Ekki er hægt að fara nákvæmlega i'it í allt, sem hugsa þarf um i þessu sambandi i þessum bækling, enda ekki ætlunin, heldur verð- ur einungis um nasasjón að ræða. Þó eru hér nokkur atriði, sem mætti athuga, t.d. tíðnisuð. Það verður að teljast gott ef það er innan plús eða minus 1,5 dB styrk- munur yfir hið heyranlega tíðnisvið 20— 20 kHz. Þá er bjögun (distortion) og inter- mokulation distortion, hún ætti ekki að fara yfir 1% i góðum mögnurum. Þá er að lokum suðhlutfall eða grunnsuðshlut- fall (noise). Það ætti ekki að vera hærra en 50 dB. Annars eru magnarar yfirleitt orðnir mjög góðir og jafnvel hægt að fá ódýra magnara með mjög góða eiginleika. í smiði magnara hafa orðið miklar fram- farir síðustu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.