Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 52
fremur þunnar sneiðar, raðið þeim á fat ásamt soðnum kart- öflum og soðnu eða niðursoðnu grænmeti. 2—3 dl. af soði er hitað, kryddað og dekkt með kjötkrafti. 1—2 dl. af þeyttum rjóma blandað saman við. Sé tungan borin fram köld eða sem álegg á brauð er gott að hafa með henni grænmeti í olíusósu (ítalskt salat). Hænsni með ávaxtasalati 2— 3 hænur, vatn, salt. Jurtaolía eða smjörliki, 2 eggjahvítur, brauðmylsna 3— 4 msk. salt og pipar. Þvoið hænurnar og sjóðið þær í saltvatni. Suðutimi fer eftir aldri og má ætla einn klukkutíma fyrir hvert ár. Ali- kjúklingar þurfa minni suðu. Kælið hænurnar að suðutíma loknum og steikið þær síðan á eftirfarandi hátt. Skerið lærin frá og klippið siðan bringuna í tvennt eða skerið bringukjötið heillega frá beininu og síðan i tvennt. Hitið feitina. Veltið kjötinu úr hálfþeyttri hvítu, og brauð- mylsnu og steikið við fremur hægan hita. Kryddið með salti og pipar og raðið kjötinu á fat. Á fatið eru einnig látnar franskar kartöflur og soðið grænmeti eða gúrkusalat. (Þeg- ar tómatar fást er fallegt að bera það fram í hálfum tóm- ötum). Einnig má setja vínberja- klasa á annan enda fatsins. Ávaxtasalat er gott hér með, þá er það búið til meðan hænsnin sjóða. Þeytið 2 egg með 2 msk. af sykri, 1 msk. sítrónusafa látið i skálina yfir gufu en gætið þess að gufan komist ekki upp i skálina. Þeyt- ið vel þar til eggin hafa auk- izt um allt að þvi helming og eru orðin að þéttri froðu. Bæt- ið sítrónusafa samanvið. Kælt. Bezt er að hafa blandaða, nið- ursoðna ávexti i salatið en þá má drýgja með smátt skornum eplum, appelsínum eða banön- um i eggjahræruna og þeyttum rjómanum (2—3 dl.). Skreytið með einhverju af ávöxtunum sem eru í salatinu. Borið fram vel kalt. Gott með kjötréttum en einnig með brauði og kexi. Úr soðinu er síðar gott að búa til súpur og sósur, t. d. hvita sósu og láta það sem skerst utan af bein- unum þar í ásamt gulrótum og grænum baunum. FLJÓTLEGIR ÁBÆTISRÉTTIR ís með möndlusykri (nougat) 1 dl. möndlur, 1—1 i/2 dl. sykur, 2 egg, 2 msk. sykur, 3 dl. rjómi. Afhýðið möndlurnar og sax- ið smátt. Hitið pönnuna og bræðið sykurinn, þar til mynd- azt hefur hvít froða, setjið þá möndlurnar saman við. Takið pönnuna af og hellið möndlu- sykrinum á smurða plötu. Kæl- ið og myljið siðan með köku- kefli. Hrærið eggj arauðurnar með sykrinum og blandið möndlusykrinum saman við, þá þeyttum rjómanum og síðast stífþeyttum hvitunum. Bragð- bætið ísinn með sherry ef vill, og frystið hann siðan i köku- móti eða venjulegum ismótum. Athugið að ef ísinn er lengi að frjósa þarf að hræra upp í honum, annars setjast egg og sykur á botninn. Hvolft á fat, rjómatoppum sprautað yfir og skreytt með möndlusykri sem tekinn hefur verið frá. fskök- um raðað í kring. ís með súkkulaðisósu Notið sömu uppskrift af ís að undanteknum möndlusykr- inum. Bragðbætið með vanillu. Frystið. Súkkulaðisósa i/2 1. vatn, 125 g súkkulaði (dökkt suðusúkkulaði), 2 msk. púðursykur, 1 msk. kartöflu- mjöl, 1 tsk. vanilla, salt. Hrærið kartöflumjöl og helming vatnsins saman og hitið það þar til suðan kem- ur upp. Bræðið súkkulaði í því sem eftir er af vatninu, bragðbætið með sykri, hrærið jafningnum saman við og bætið vanillu og salti í. Borið fram með vanilluís, hrisgrjónaábæti o. fl. Kakósósa 5 msk. kakó, 4 msk. púður- sykur, i/2 1. vatn, 1 msk. kart- öflumjöl, 1 tsk. vanilludropar, salt. Blandið kakói, sykri, kart- öflumjöli og vatni saman, lát- ið suðuna koma upp. Bragð- bætið með vanillu og salti. ísinn er settur í stóra skál einnig er ágætt að skipta hon- um í smáskálar. Borinn fram með volgri sósunni. fímm hefti ÓKEYPIS Samvinnan hefur löngum verið með ódýrustu blöðum, og er svo enn. Árgangurinn kostar aðeins 1500 krónur. Samvinnan kemur nú út tíu sinnum á ári, og er hvert hefti minnst 28 blaðsíður. Árgangurinn er því um 300 síður að stærð. Samvinnan er vönduð að allri ytri gerð; hún er prentuð á góðan pappír, með litprentaðri forsíðu — og flytur fjölbreytt efni við allra hæfi. Nýir áskrifendur Samvinnunnar fá hálfan árgang, fimm hefti, ÓKEYPIS um leið og þeir gerast áskrifendur. ^Samvinnan ------------------------------------------------------ Undirritaður óskar að gerast áskrifandi að Samvinnunni Nafn Heimili SAMVINNAN Suðurlandsbraut 32 Reykjavík <2> Sparið fé og fyrirhöfn VIÐ TÖKUAA af ykkur ómakið UM LEIÐ og þiö pantið gistingu hjá Hótel Hof i látið þið okkur vita um ósk- ir ykkar varðandi dvölina í Reykjavík og við útvegum m.a. bílaleigubíla með hagkvæmum kjörum, aðgöngumiða í leikhús eða að sýningum, borð í veitingahúsum og ýmislegt annað. Hótelið er lítið og notalegt og því á starfsfólk okkar auðvelt með að sinna óskum ykkar — og svo eruð þið mjög vel sett gagnvart strætisvagnaferðum (rétt við Hlemm). Kynnið ykkur okkar hagstæða vetrar- verð. Sérstakur afsláttur fyrir hópa og langdvalargesti. tna*am'hiia«ir30«JS(UI ------- Rauðardrstíg 18 13* 2-88-66 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.