Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 15
til Detroit, Minnesota, og var Haraldur við verzlun þar nokk- ur ár. Þaðan fluttu þau til Mackenzie-sýslu, vestast í Norður-Dakota. Tóku þar land og stofnuðu norska nýlendu. Voru hjá þeim synir tveir, Gunnar og Páll, en dætur þrjár giftar Norðmönnum í grennd. Bjuggu þau þar góðu búi. Har- aldur dó 1915; bjó María með sonum sínum, þar til hún lézt í júní 1924. Rannveig og maður hennar komu frá Wisconsin til Pem- bina-nýlendunnar árið 1883 og keyptu land suðvestur af Moun- tain, fyrir sunnan Gilið svo- nefnda, en munu ekki hafa dvalið þar meira en ár; hurfu svo suður aftur. Þorlákur og Louise bjuggu á Mountain, þangað til skömmu eftir að Haraldur og Maria fluttust til Detroit. Voru hjá þeim um tíma; komu norður til Selkirk til séra Steingríms, sonar síns, vorið 1901. Var Louise þá farin að kenna las- leika, sem ágerðist. Hún fékk hvild 26. júlí, þá 81 árs, og var jörðuð í grafreit Selkirk- safnaðar 29. júlí af syni sínum. Eftir það var Þorlákur hjá börnum sínum á mis og hjá kunningjum sinum á og við Mountain, þar sem hann kunni bezt við sig. Vestur til Wyn- yard fór hann til Valgerðar og Sigurjóns og tók þar land skammt frá þeim. Eitthvað 10 árum seinna fór hann suður til Haralds og Maríu, tók þar land og dvaldi hjá þeim að mestu, þangað til 1914, að hann flutt- ist til dóttur sinnar Rannveigar í Wisconsin, þá talsvert bilað- ur, og var þar þangað til hann dó, 21. jan. 1916. Sótti séra Steingrímur líkið og flutti það norður til Selkirk, og var hann jarðaður við hlið konu sinnar af séra Birni B. Jónssyni. Þor- lákur var 91 árs að aldri, er hann lézt. Eftir að til Ameríku kom, skrifaði hann sig Thorlaksson, af því að synir hans, sem á undan voru komnir, skrifuðu nafn sitt svo.“ Hér hafa deili verið sögð á hinum alkunnu og merku ,,Thorlaksons“, ef til vill öllu nánari en samantekt þessi gef- ur tilefni til. En ætla má, að rit Thorstínu Jackson sé nú í fremur fárra höndum, og auk þess er hér um að ræða verk eftir annan höfund þeirra sendibréfa, sem hér fara á eftir. Æviágrip Nielsar Steingríms klerks er að finna í viðbæti við íslenzkar æviskrár, aftan við V. bindi verksins, og er svolát- andi: „Steingrímur (NíelsS.) Thor- láksson (20. jan. 1857—8. febr. 1943). Prestur. Foreldrar Þor- lákur ... Jónsson ... og kona hans Henríetta Lovísa (f. 27. ág. 1820) Níelsdóttir verzlunar- stjóra á Siglufirði Nielsen. Fluttist til Vesturheims ... 1873. Lauk burtfararprófi við latínu- skólann í Decorah, Iowa, 1881. Lauk prófi í guðfræði við há- skólann í Oslo 1887. Fór þá þeg- ar aftur vestur um haf og var vígður 21. ág. 1887 af síra Jóni Bjarnasyni til prestsþjónustu hjá íslenzkum söfnuðum í Minnesota; starfaði þar til 1894. Gegndi prestsþjónustu hjá norskum söfnuðum í Norð- ur-Dakota 1894—1900, en síðan hjá íslenzkum söfnuði i Selkirk til 1927, er hann hætti prests- störfum. Var lengi í stjórn hins evangelíska-lúterska kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi og forseti þess 1920—23; heið- ursforseti frá 1923 til æviloka. Sá um ritstjórn blaða, er kirkjufélagið gaf út og ritaði mikið í þau. ... Dó í Canton í Suður-Dakota. Kona (1888); Erika Christofa Rynning, norsk að ætt. Börn þeirra: Steingrím- ur Octavíus prestur í Kalifor- níu, Fred læknir í Seattle, Páll læknir i Winnipeg, Hálfdan ræðismaður íslands i Vancou- ver, Margaret átti síra Harald Sigmar í Mountain, N.-Dak., Erika átti Harold Eastvold lög- fræðing í Canton í S.-Dakota (Sameiningin LVIII).“ Þótt vel færi jafnan á með Þorláki á Stórutjörnum og Tryggva Gunnarssyni, meðan báðir voru bændur í Þingeyjar- sýslu og beittu sér á bænda- fundum, er hætt við að við- kvæmustu strengir samlyndis þeirra hafi slaknað frá 1873, er þeir sáust síðast, til 1884, þegar Níels Steingrímur guðar á skjáinn hjá Tryggva. Meðal þess sem illilega hafði reynt á bönd vináttunnar voru óþægileg mistök i sambandi við hrossasölu til Skotlands sum- arið 1873, og Þorlákur og fleiri samferðamenn hans, sem fóru til Wisconsin í Bandaríkjunum, en ekki Ontario í Kanada eins og meirihluti hópsins, töldu Tryggva ekki hafa gætt hags- muna þeirra sem skyldi við Allan-skipafélagið og umboðs- mann þess á íslandi, Guðmund Lambertsen. Vel má vera, að Steingrimur Þorláksson hafi eftir að vestur kom oftar heyrt landa sína hallmæla Tryggva og Gránu- félagi en hitt, þótt ótrúlegt sé að foreldrar hans hafi ekki tek- ið svari þessa fornvinar, ef á- sakanirnar keyrðu úr hófi. En vist er, að margur vesturfar- inn hrakyrti Tryggva óspart á bak — og jafnvel brjóst — og kenndi honum um, hversu dræmt peningagreiðslur bárust frá íslandi fyrir ýmislegt, sem þeir höfðu selt gegn greiðslu- fresti fyrir brottför sína þaðan. Naumast hafa þeir þá vitað, hvílikan kross þeir höfðu lagt á Tryggva, þegar þeir fólu honum að kalla eftir þessum greiðslum og dreifa þeim að svo búnu víðsvegar um byggðir ís- lendinga í Norður-Ameríku. Bætti ekki úr skák, að lengi framan af var eins og margir landar gætu hvergi stöðvazt þar stundinni lengur, og mátti það nægja til þess að æra óstöðugan að fylgjast með öll- um þeim tilberastrokum. Hinn 8. nóv. 1883 skrifa þeir Tryggva frá Kristjaniu2), guð- fræðistúdentarnir Friðrik Berg- mann og Níels Steingrímur Thorláksson. Minnist Stein- grímur þá skiljanlega á for- eldra sína og lætur þess getið, að þau séu orðin býsna lúin og slitin, enda tekin að reskjast. Þessum línum hefur Tryggvi svarað fljótlega (sjá bréf Stein- grims hér á eftir), en hann hef- ur ekki tekið afrit af því svari. Ljóst er, að það hefur verið vinsamlegt, og hefur hann trú- lega fallizt á að greiða þeim félögum fé, sem senda átti vestur, gegn því að Haraldur Þorláksson sæi um að greiða jafnvirði þess viðtakendum í Dakota. Vinsamlegt bréf Tryggva og góðar undirtektir hafa síðan örvað Steingrím til þess að skrifa það bréf, sem hér fer á eftir: Þremenningar þessir höfðu þá um árabil átt mikið saman að sælda 1 samtökum þing- eyskra bænda. „Maridals Vei 8 Kristijania 4. jan. 1884 Hr. Tr. Gunnarsson. Háttvirti fornvinur foreldra minna. Kærar þakkir fyrir brjef yð- ar af 12. n. 1. Það gladdi mig mjög að sjá hve heitan vinar- hug þjer hafið til foreldra minna. Frá þeirra hálfu get jeg aptur á móti fullyrt, að minning yðar og yðar fólks er geymd hjá þeim með allri þeirri virðing og kærleika, er minning sannra vina hlýtur hjá sönnum vinum. Jeg man vel eptir yður. Kom jeg opt í Hallgilsstaði. Var mjer þar æfinlega tekið af yður og konu yðar sálugu einsog syni. Einna best man jeg eptir því, þegar jeg var þar seinast ásamt með sira Páli heitnum bróðir3) mínum. Var það um nýársleit- ið 72. Man jeg líka eptir bróðir yð- ar sr. Gunnari heitnum. Mynd Margur vesturfarinn hrakyrti Tryggva óspart á bak — og jafnvel brjóst.... 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.