Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 50
g ::ða
- áleggspylsur
Rúllupylsa
Spæipylsa
Bjórskinka
Mortadella
Túngupylsa
Hangikjöt
Malakoff
Lambasteik
Servelatpylsa
Lyonpylsa Bringupylsa
Skinkupylsa Svínarúllupylsa
Tepylsa Raftaskinka
Lifrakæfa
Landsins
fjölbreyttasta
framleiðsla af
áleggspylsum.
GHÐÍ
fyrir góóan mat
ráðstefnu um samvinnufisk-
veiðar, sem haldin var i Tokyo.
Urðu um það nokkrar umræð-
ur, og var Erlendur Einarsson
þar einn ræðumanna. í ræðu
sinni lagði hann áherzlu á
nauðsyn þess, að fiskstofnarnir
verði ræktaðir og verndaðir, og
auk þess lýsti hann ánægju
sinni með ráðstefnuna í Tokyo,
fyrst og fremst vegna þess, að
hún hefði sýnt það svart á
hvitu, hve mikil þekking og
reynsla á sviði fiskveiða og
fisksölumála væri saman söfn-
uð innan samvinnuhreyfingar-
innar. Hann hvatti til aukinna
átaka á þessu sviði og lagði i
því sambandi áherzlu á nauð-
syn þess, að aðildarsamböndin
létu sem mest fé af höndum
rakna til að styrkja athafnir
ICA á sviði fiskveiðimála og
aðstoðar á öðrum sviðum við
þróunarlöndin.
• ÁLyKTANIR
Meðal ályktana fundarins var
samþykkt í tilefni af kvenna-
ári Sameinuðu þjóðanna, þar
sem hvatt er til þess, að unnið
verði að því af alefli, að konur
hljóti fulla viðurkenningu á
jafnréttisstöðu sinni á við
karla, hvort heldur sem er inn-
an fjölskyldunnar eða þjóðfé-
lagsins í heild. Þá samþykkti
fundurinn ályktun, þar sem
fagnað er úrslitum öryggisráð-
stefnunnar í Helsinki og hvatt
til friðsamlegrar sambúðar
þjóða með afvopnun að loka-
takmarki. í þriðju ályktuninni
var hvers konar ofbeldi og
þvingun gegn minnihlutahóp-
um og einstaklingum innan
þeirra fordæmt harðlega, og
loks var samþykkt sérstök á-
lyktun, þar sem þjóðir heims-
ins voru hvattar til að vinna
að endurreisn sjálfstæðs ríkis
á Kýpur og sjálfstæðis eyjar-
innar.
• FORSETASKIPTI
Á þessum fundi lét dr. Maur-
itz Bonow frá Sviþjóð af störf-
um sem forseti ICA, en hann
hefur gegnt starfinu undan-
farin 15 ár. Á þeim tíma hefur
hann verið lífið og sálin í at-
hafnasemi ICA í þróunarlönd-
unum, og á fundinum voru
honum fluttar miklar þakkir
fyrir leiðtogastarf sitt á þessu
sviði. í ræðum á fundinum kom
greinilega fram, hversu mikils
þetta starf hans var metið, og
átti það jafnt við um fulltrúa
frá löndum Austur- og Vestur-
Evrópu, auk fulltrúa þróunar-
landanna.
Forseti ICA í stað dr. Bon-
ows var kjörinn Roger Kérinec
frá Frakklandi. Hann hóf störf
innan samvinnuhreyfingarinn-
ar i heimalandi sinu 1946, og
ári síðar lauk hann doktors-
prófi i lögum með ritgerð um
samvinnufélög í Bandaríkjun-
um. Hann hefur síðan gegnt
fjöldamörgum trúnaðarstöðum
innan samvinnusambandsins í
heimalandi sinu, FNCC, og varð
formaður þess 1973. Þá hefur
hann um langt árabil tekið
virkan þátt í starfi ICA, og
1972 var hann kjörinn annar af
tveimur varaforsetum þess, sem
hann hefur verið síðan. í starf
varaforseta í hans stað kaus
fundurinn Peder Spiland frá
NKL í Noregi, en fyrir var A. P.
Klimov frá Sovétríkjunum.
• ÞING Á NÆSTA ÁRI
Næsti miðstjórnarfundur ICA
verður haldinn i Sofia í Búlga-
ríu i april á næsta ári, og verð-
ur meginverkefni þess fundar
að undirbúa 26. þing sam-
bandsins, sem verður í París
28. sept. til 1. okt. 1976. Kom
m. a. fram á Stokkhólmsfund-
inum, að Frakklandsforseti,
Giscard d’Estaing, hefur gefið
fyrirheit um að ávarpa þingið
við setningu þess. Siðasta þing
ICA var haldið i Varsjá í Pól-
landi haustið 1972. - e.
56