Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Síða 50

Samvinnan - 01.12.1975, Síða 50
g ::ða - áleggspylsur Rúllupylsa Spæipylsa Bjórskinka Mortadella Túngupylsa Hangikjöt Malakoff Lambasteik Servelatpylsa Lyonpylsa Bringupylsa Skinkupylsa Svínarúllupylsa Tepylsa Raftaskinka Lifrakæfa Landsins fjölbreyttasta framleiðsla af áleggspylsum. GHÐÍ fyrir góóan mat ráðstefnu um samvinnufisk- veiðar, sem haldin var i Tokyo. Urðu um það nokkrar umræð- ur, og var Erlendur Einarsson þar einn ræðumanna. í ræðu sinni lagði hann áherzlu á nauðsyn þess, að fiskstofnarnir verði ræktaðir og verndaðir, og auk þess lýsti hann ánægju sinni með ráðstefnuna í Tokyo, fyrst og fremst vegna þess, að hún hefði sýnt það svart á hvitu, hve mikil þekking og reynsla á sviði fiskveiða og fisksölumála væri saman söfn- uð innan samvinnuhreyfingar- innar. Hann hvatti til aukinna átaka á þessu sviði og lagði i því sambandi áherzlu á nauð- syn þess, að aðildarsamböndin létu sem mest fé af höndum rakna til að styrkja athafnir ICA á sviði fiskveiðimála og aðstoðar á öðrum sviðum við þróunarlöndin. • ÁLyKTANIR Meðal ályktana fundarins var samþykkt í tilefni af kvenna- ári Sameinuðu þjóðanna, þar sem hvatt er til þess, að unnið verði að því af alefli, að konur hljóti fulla viðurkenningu á jafnréttisstöðu sinni á við karla, hvort heldur sem er inn- an fjölskyldunnar eða þjóðfé- lagsins í heild. Þá samþykkti fundurinn ályktun, þar sem fagnað er úrslitum öryggisráð- stefnunnar í Helsinki og hvatt til friðsamlegrar sambúðar þjóða með afvopnun að loka- takmarki. í þriðju ályktuninni var hvers konar ofbeldi og þvingun gegn minnihlutahóp- um og einstaklingum innan þeirra fordæmt harðlega, og loks var samþykkt sérstök á- lyktun, þar sem þjóðir heims- ins voru hvattar til að vinna að endurreisn sjálfstæðs ríkis á Kýpur og sjálfstæðis eyjar- innar. • FORSETASKIPTI Á þessum fundi lét dr. Maur- itz Bonow frá Sviþjóð af störf- um sem forseti ICA, en hann hefur gegnt starfinu undan- farin 15 ár. Á þeim tíma hefur hann verið lífið og sálin í at- hafnasemi ICA í þróunarlönd- unum, og á fundinum voru honum fluttar miklar þakkir fyrir leiðtogastarf sitt á þessu sviði. í ræðum á fundinum kom greinilega fram, hversu mikils þetta starf hans var metið, og átti það jafnt við um fulltrúa frá löndum Austur- og Vestur- Evrópu, auk fulltrúa þróunar- landanna. Forseti ICA í stað dr. Bon- ows var kjörinn Roger Kérinec frá Frakklandi. Hann hóf störf innan samvinnuhreyfingarinn- ar i heimalandi sinu 1946, og ári síðar lauk hann doktors- prófi i lögum með ritgerð um samvinnufélög í Bandaríkjun- um. Hann hefur síðan gegnt fjöldamörgum trúnaðarstöðum innan samvinnusambandsins í heimalandi sinu, FNCC, og varð formaður þess 1973. Þá hefur hann um langt árabil tekið virkan þátt í starfi ICA, og 1972 var hann kjörinn annar af tveimur varaforsetum þess, sem hann hefur verið síðan. í starf varaforseta í hans stað kaus fundurinn Peder Spiland frá NKL í Noregi, en fyrir var A. P. Klimov frá Sovétríkjunum. • ÞING Á NÆSTA ÁRI Næsti miðstjórnarfundur ICA verður haldinn i Sofia í Búlga- ríu i april á næsta ári, og verð- ur meginverkefni þess fundar að undirbúa 26. þing sam- bandsins, sem verður í París 28. sept. til 1. okt. 1976. Kom m. a. fram á Stokkhólmsfund- inum, að Frakklandsforseti, Giscard d’Estaing, hefur gefið fyrirheit um að ávarpa þingið við setningu þess. Siðasta þing ICA var haldið i Varsjá í Pól- landi haustið 1972. - e. 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.