Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 27
SANDUR og aftur sandur, þannig er Egyptaland. Þar rign- ir aldrei svo máli skipti, óveru- legar skúraleiðingar stöku- sinnum að vetrinum. En Níl bætir það upp. Hún flæðir yfir bakkana á sumrin og frjóvgar sandinn, dularfull og gjöful einsog sjálf náttúran, og hvarvetna þarsem vatnið úr henni nær að seytla blómgast ávaxtalundir og akrar. Annars er bara sandur, gulur sandur, ljósastur í lægðum þarsem fok- sandinn hefur drifið saman í skafla. Landið er sorfið og brennt, hvergi moldartutla nema við ána og áveituskurðina; svipur þess undarlega harður, hæðirn- ar flestar einsog tréskurður, en foksandurinn þó mýkra form- aður en öldur hafsins. — Herrar fari til vinstri, dömur lengra til vinstri. Þetta segir brosandi arabi í skósíðum kufli eða serk i for- dyrinu í veitingahúsi nálægt Frelsistorginu í Kairó. Ég er hér í slagtogi með ítölskum ferðamönnum ásamt indversk- um presti og norskum trúboða. Yfir kaffi og kökum sem gætu verið danskar ræðir trúboðinn um það að nú sjái hann pýra- mídana i fyrsta og hinsta sinn. — Ég fer varla hér um aftur, segir hann og strýkur grá- sprengt hárið frá enninu. Við ræðum um pýramídana dálitla stund. Ég hef orð á ým- issi dul sem þeim er eignuð og spyr hvað þeir hugsi um það. — Þú ert blaðamaður og vilt heyra álit manna á öllu, heyri ég, segir trúboðinn. En presturinn man best eftir þvi þegar Jósep var hjá faraó, og flóttanum með Jesúbarnið frá Gyðingalandi til þessa lands. — Er nú ekki sjálf sagnfræð- in heldur óáreiðanleg hvaðþá illa staðfestar sögur í biflíunni? segi ég svona rétt til að prófa guðsmennina. Presturinn indverski sem er ungur maður ætlar að hefja predikun yfir þessum íslenska guðleysingja, hann beinlínis kallar mig aþeista og heldur því fram að annaðhvort trúi maður á guðsorðið eður á ekk- ert. En trúboðinn er lifsreynd- ur og fer að tala um veðrið, hefur orð á því rétt einsog hann hafi ekki heyrt í prestin- um að kannski verði ekkert heitt í dag. Þessi grunni dalur er einhver söguríkasta byggð á jörðinni. Hér hafði risið menning þús- undum ára fyrir Krist. Lífs- skilyrðin voru mátulega óþægi- leg, hið ómögulega hæfilega ómögulegt til þess að gera hið nýja heillandi, ekki hræðilegt. Um aldur egypskrar menn- ingar veit enginn. En elsta múmían sem fundist hefur er frá forsögulegum tíma, eða frá því um eða fyrir 4000 f. Kr. Hún fannst i tágakörfu, í hnipri og hendurnar í munnin- um og svipar þannig meira til þeirra múmía sem fundist hafa í Perú en síðari tíma múmía frá Egyptalandi. En þegar við höfum fyrst spurnir af egypskri menningu þá er hún fullsköpuð. — Kannski þetta sé allt miklu eldra, segir trúboðinn. Einhverstaðar og einhvern- tima þróaðist þessi menning uppúr ekki neinu. í safninu í Kairó eða E1 Qa- hira einsog borgin heitir á máli heimamanna fáum við sundur- tættar glefsur úr þessari löngu sögu. Munir úr eigu löngu liðinna manna, áhöld, myndir sem eitt sinn heyrðu til lifandi manna tilveru liggja hér í hillum og standa á gólfi — einsog hrá- viði. Söfn minna mig alltaf á ruslahaug. Þau eru ekkert verri fyrir það, en jafnvel graf- reitirnir eru betur lifandi en söfn. í safninu flytur maður dá- litla tölu um Ramses II. Þá var dýrð landsins mest. Og sú dýrð var ekkert smáræði, því Eg- yptaland var mestan part þeirra fjögurþúsund ára sem það var Egyptaland annaðhvort eitt af voldugustu stórveldun- um i heiminum eða voldugast, segir hann. Hann fjölyrðir um Ramses þennan, en mér verður á með- an hugsað til þess að dýrð stórveldis er löngum það að leggja önnur lönd undir sig með báli og brandi; og rétt í því tekur maðurinn að ræða um einhvern annan faraó sem fleygði herleiddum mönnum unnvörpum fyrir krókódíla, (því krókódílar þurfa að lifa, enda í tölu guða í þann tíma). Enn seinna heyri ég hann tala um Amenhotep annan sem var svo ósérhlífinn að hann tók sjálfur af lifi uppreisnargjarna höfðingja og skreytti skip sitt með höfðum þeirra. Að þessum orðum töluðum sé ég að trúboðinn gráhærði, ættaður úr landi Haralds hár- fagra, gengur á dyr. Hann: Mikil er grimmdin enn í heiminum. Presturinn: Það er afþví menn trúa ekki á guð. Ég: Ekki varstu nú að kom- ast að þeirri niðurstöðu núna. Ég sé eftir þessari þurrlegu athugasemd, en ræðan um stórveldisdýrðina og presturinn sem var með guð í brjóstvasan- um komu mér i grallaralegt skap. Hann: Það eitt dugar ekki að játa trú. Og svo fer hann að tala um annað, líklega veðrið. Ég fæ þá aftur inni salinn, og saman skoðum við mimi úr gröf Tut-ankh-amens sem fannst 1922. Sá kóngur vann sér það eitt til frægðar að deyja á unglingsárum fyrir þrjátíu og þrem öldum, en hans gröf er víst best varðveitt allra grafa sem upp hafa verið brotnar úr fornum tíma eg- ypskum, full af djásnum og stórkostlegum húsgögnum svo ég kemst ekki hjá að undrast hvílíkt hafurtask piltur þessi var látinn hafa með sér yfirá land hinna dauðu. Allt sem kóngi tilheyrði var gulli lagt og dýrum steinum. Sjálf hvíldi múmía hans í líkkistu af skíra gulli, þar utan- yfir var önnur úr viði en lögð blaðgulli, og svo var hver kass- inn utanyfir öðrum. Fagurlega skreyttar krukkur geymdu hjarta hans, heila og innýfli, þvi allt innvolsið var tekið úr líkinu. Og utaná marga gripina voru skráðar tilvitnanir í „bók hinna dánu“ ásamt táknmyndum sem gefa í skyn eðli dauðans og þeirrar listar að kunna að deyja, því líf manns er aðeins fullkomnað í dauðanum. Ég sný mér að trúboðanum og hinum unga vini hans, prestinum: — Hugsuðu menn ekki mjög ólikt í þá daga þvi sem við gerum nú? — Jú, vafalaust, segir trú- boðinn. Presturinn samsinnir. — Ætli við botnum nokkuð i hvað fólk á þeim tíma taldi gott og eftirsóknarvert? — Sennilega ekki. Presturinn fer að tala um heilaga ritningu. En trúboðinn heldur áfram: •— Það skiptir líklega engu. Margt má læra af fólki. (Hann talar í afsökunartón) Inní skóginum skammt frá trúboðs- stöðinni (hún er í Mið-Ind- landi norðurundir Vindhya- fjöllum) var gamall einsetu- maður i kofa, hann sagði: „Vertu ekki að reyna að skilja okkur, reyndu heldur að skilja Ég feta mig varlega uppeftir ganginum, og svo er allt í einu sem hækki til loftsins. Ég sé lítið sem ekkert, en leiðsögumaður beinir kyndli sínum upp ... Hér ríkir hátignarleg ró. Mér líður vel. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað: 9.-10. Tölublað (01.12.1975)
https://timarit.is/issue/291824

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

9.-10. Tölublað (01.12.1975)

Aðgerðir: