Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 64

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 64
Plötuspilarar og grammofónar Grammofónn er tæki sem samanstend- ur af plötuspilara, magnara og hátalara (hátölurum). Plötuspilari er hins vegar tæki án magnara og hátalara. Plötuspil- ari verður að tengjast við magnara, sem siðan tengist við hátalara og er þá einn hlekkur í Hi-Fi keðjunni. Margir plötu- spilarar og grammofónar eru sjálfvirkir þ. e. a. s. að aðeins þarf að styðja á takka og tónarmurinn fer sjálfur inn á plötuna, og þegar hún er búin slekkur hann á sér sjálfur. Á suma grammofóna og plötu- spilara er meira að segja hægt að hlaða heilum bunka af plötum og spila þeir þá sjálfvirkt allar plöturnar. Þetta verður að teljast slæm meðferð á plötunum. Þessir plötuspilarar, sem margir eru litlir og auðveldir í notkun, eru mjög við hæfi barna, vegna þess að minni hætta er á að nál og pickup skemmist þegar sjálf- virkni stýrir arminum heldur en óstyrk eða harkaleg hönd. Þvi ódýrari sem plötu- spilarar, pickup og tónarmar eru, þvi við- kvæmari eru þeir fyrir hnjaski. Bezt er að plötuspilarinn standi á stöðugum og traustum stað, þar sem titrings frá há- tölurum eða dansi verður minnst vart. Æskilegt er að á grammofóni sé fyrir utan styrkstilli, tónstillir — eitt eða tvö stig — til þess að stilla tónblæ miðað við styrk. Þungur plötudiskur Til þess að ná miklum tóngæðum, þarf plötudiskurinn að snúast með jöfnum og réttum hraða. Til þess að ná þessu eru góðir plötudiskar oft hafðir nokkuð þung- ir 2—4 kg., þeir þurfa þá líka að hafa kraftmikla mótora. Því fleiri póla sem mótorinn hefur, því auðveldara er að ná jafnari gangi, sem þýðir að plötudiskur- inn má vera léttari og mótorinn veikari. Síðasta nýjung í þessum efnum er sú, að plötudiskurinn er samfastur mótoranker- inu og mótorinn hefur mjög marga póla og er hæggengur 33 y3 s./m. Þessir plötuspilarar eru mjög góðir en dýrir. Æskilegt er að plötuspilarar hafi tvo hraða þ. e. 331/3 og 45 s/m. Á sum- um plötuspilurum eru líka 78 s/m. og 16% s/m hraðar. 78 s/m fyrir gömlu 10“ plöturnar, þær þurfa líka aðra nál í pick- upið (eða henni er snúið í sumum til- fellum). 16% s/m hraði er sérstaklega ætlaður fyrir tungumálanám. Til eru raf- hlöðudrifnir plötuspilarar, sem venjulega eru frekar ódýrir, litlir og léttir. Tóngæð- in eru líka að sama skapi lítil og oft eng- in. Þetta stafar aðallega af þvi að straum- notkun verður að vera lítil og þ. a. 1. mjög veikur mótor, sem nær ekki að halda jöfnum gangi. Gangtruflanir (wow and flutter, rumble) Hinum fullkomna, jafna og hreina gangi er erfitt að ná. Eru þar verstu óvinirnir þrír, wow, flutter og rumble. Þetta eru ensk orð og reynt skal að út- skýra þau nokkuð hér. Ef við hugsum okkur að við höfum á grammófónplötu upptekinn stöðugan tón og styddum ein- um fingri laust á plötuna einu sinni á sek., þá myndi tónninn lækka og hækka í takt og tónninn hljóma falskt. Þetta kall- ast wow og gæti átt sér stað vegna tregðu í gangverki. Ef við hugsum okkur að við gætum stutt fingrinum nokkrum tugum sinnum á sek. á plötuna, þá myndi tónn- inn hljóma skjálfandi (flökta) en ekki falskt, það væri flutter. Sem sagt: Hægar hraðabreytingar = wow; hraðar hraða- breytingar = flutter. Flutter gæti átt sér stað vegna slitinna eða ónákvæmra milli- hjóla. Rumble kallast þungur niður, sem stafar frá plötuspilaramótorum, sem eru þá ekki nógu vel mekaniskt einangraðir frá plötudiskunum. Wow og flutter er skráð í prósentum, rumble er skráð í nei- 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.