Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 70
Hátalarar
Hátalararnir eru veikasti hlekkurinn i
hljómtækjasamstæðunni. Þa3 er yfirleitt
ekki fyrr en i hátölurunum að hljóðmerk-
ið fær alvarlega að kenna á því. Hlut-
verkið er líka mjög flókið og erfitt, það
er raunar algerlega andstætt hlutverki
magnetiska pickupsins. Hátalarinn breyt-
ir hljóðmerkinu i hljóðbylgjur en hér er
um mikið meira afl að ræða og það gerir
málið erfiðara t. d. eru meðaldýr heyrnar-
tæki miklu tónbetri en miðlungsdýrir há-
talarar. Það fer nær alltaf saman að því
meira sem rúmmál hátalarakassanna er
eða fyrirferð, þeim mun betur hljóma þeir
á lægstu tónunum (bassa). (Staðreynd,
sem húsmæðrunum er oft illa við). Styrk-
urinn á milli hæstu og lægstu tónanna
þarf að vera sem minnstur þ. e. að hátal-
arinn sé sléttur yfir hið heyranlega tón-
svið. Tónsviðinu er þess vegna oft skipt
í tvennt eða þrennt með sérstökum deili
(crossover). Þetta er gert vegna þess: Að
erfitt hefur reynzt að hanna stóran há-
talara, sem er góður á hæstu tónunum,
eða lítinn, sem væri góður á þeim lægstu.
Þess vegna er hagstæðast að raða saman
tveim þrem hátölurum hverjum með sínu
tónsviði. Nýtni í hátölurum er mjög
léleg, ekki nema nokkur prósent. Hún
er þó mjög misjöfn en sjaldan er tek-
ið tillit til þess. Ef miðað er við t. d.
2x10 W., þá er hægt að fá svo þungan
hátalara eða lélega nýtni, að rétt aðeins
væri hægt að heyra í þeim á fullum styrk.
Hins vegar væri vel hægt að komast af
með 2x10 W. magnara og spila allt að
þvi heyrnarskemmandi hávaða, ef menn
vildu, væri nýtnin góð i hátölurunum.
Nýtni er mæld þannig: Hátalarinn er lát-
inn gefa frá sér tón með 90 dB styrk og
orkan siðan mæld í wöttum sem þarf til
að framleiða þennan styrk. Hún gæti ver-
ið á bilinu 1—10 wött sem er tífaldur
munur.
Þegar hátali er valinn hafðu þá í huga
• Að hlusta á sem flesta hátalara og
helzt í því herbergi, sem þú kemur til
með að nota þá i. Það borgar sig oft að
fara frekar eftir eigin eyra en tæknileg-
um upplýsingum. Hlustaðu á góða klass-
íska upptöku og gættu þess að öll tón-
stilli á magnaranum séu stillt á núll eða
miðju og taktu vel eftir öllu tónsviðinu,
öllum hljóðfærunum og að jafnvægi sé á
milli lægstu, hæstu og miðtónanna, sem
mörgum hættir til að gleyma.
• Að heildarviðnám hátalarans (im-
petans) hæfi magnaranum og þeir séu
ekki of litlir í wöttum, þannig að ekki sé
hætta á að þeir eyðileggist. Rugla ekki
saman sínus og músik wöttum og hafa
alltaf wattatölu hátalaranna hærri en
magnarans, ca 20%.
• Að bezt er að hafa tvo eins hátalara
i stereo og að staðsetja þá þannig að þeir
myndi sem næst jafnhliða þríhyrning við
hlustandann. Að síðustu, ef lausar tengi-
snúrur eru við hátalarann sem eru skrúf-
aðar við hátalara og magnara (japanskt
og USA-kerfi), að þær séu eins tengdar
eða í fasa.
10