Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Page 31

Samvinnan - 01.12.1975, Page 31
 'CA CENTRAL COMMITTEE MCETING IN stockholm ^^ 23lh-2Sih Oct 1975 ' —• . - iimi ■ m n IRMmiÍ SwQRðWI 'i * -. j ■* • f ' i ím' .' i ’ |f ! j &,£' I. mmasís&rmz, . *■ t mörgum löndum. Sjá þau um að útvega félagsmönnum sin- um skólabækur, ritföng og ann- að það, sem þá vanhagar um við nám sitt. Flest þessara fé- laga starfa án beinna tengsla við samvinnufélög neytenda í viðkomandi löndum, og m. a. eru þau mjög útbreidd í há- skólum Bandaríkjanna og Kan- ada, þar sem samvinnufélög stúdenta hafa með sér sérstakt samband. Þá er almennt fræðslustarf og rekstur skóla og námskeiða fyrir ungt fólk meira eða minna snar þáttur í viðleitni sam- vinnufélaga um allan heim til að draga til sín unga starfs- krafta. Slikt starf beinist fyrst og fremst að starfsmönnum félaganna og samtaka þeirra, og markmið þess er að þjálfa þá sem bezt til trúnaðarstarfa á vegum hreyfinganna. í niðurstöðum skýrslunnar, svo og þeim umræðum, sem urðu um málið á fundinum, var einkum lögð áherzla á mikil- vægi þessa síðast nefnda þátt- ar, þ. e. að leggja á það höf- uðáherzlu að þjálfa unga starfsmenn sem bezt og leitast við að gera félögin og sambönd þeirra sem eftirsóknarverðust sem vinnuveitendur. Varð- andi tengsl við ungt fólk utan starfsmannahópsins var lögð á það megináherzla, að félögin yrðu að höfða eftir mætti til þess hóps ungs fólks, sem ný- búið væri að stofna heimili. Slíkt yrði að gera með fræðslu- starfi, en meginatriði væri þó að sýna fram á það í verki, að félögin væru þess megnug að veita betri þjónustu en keppi- nautarnir, og að þau væru fær um að tryggja neytendur gegn hvers konar rangsleitni á markaðnum. • ORKUMÁL Fyrir fundinn var sömuleið- is lögð ýtarleg skýrsla um orkumálin og áhrif olíukrepp- unnar á starfsemi samvinnu- félaga. Þar var einnig rakið á rækilegan hátt, hver væri staðan í orkubirgðum heimsins. Kom þar m. a. fram, að miðað við neyzlu síðustu ára munu þekktar birgðir i heiminum af hráolíu ekki endast nema næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin. Aftur á móti munu kolabirgðir heimsins vera næg- ar næstu þrjár aldirnar. Það kom einnig fram í skýrsl- unni, að samvinnufélög sem slík hafa ekki orðið fyrir þung- um búsifjum af völdum olíu- kreppunnar. Yfirleitt hafa þau ekki mikil afskipti af olíusölu eða orkuframleiðslu, svo að það er helzt á liðum eins og flutn- ingskostnaði, sem hennar gæt- ir. Undantekning frá þessu eru samvinnurafveitur í Banda- ríkjunum, sem sjá um 98% bandarískra bænda fyrir raf- magni og þjóna samtals 25 miljónum fólks. Þá eru víða til sérstök olíufélög með sam- vinnusniði, og er af þeim helzt að geta um sænska olíusölu- sambandið OK, sem 1974 hafði 14% markaðshlutfall á sænska olíusölumarkaðnum. í umræðum á miðstjórnar- fundinum komu m. a. fram þau sjónarmið, að samvinnuhreyf- ingin verði að taka meiri þátt en hingað til í oliuvinnslu og olíudreifingu. Þá verði hún að reyna að stuðla að skynsam- legri nýtingu á oliu og orku yfirleitt, en umfram allt að berjast á móti ójafnri dreif- ingu auðs um heiminn vegna olíukreppunnar. í því sambandi þyrfti hún að hafa góðar gæt- ur á starfsemi alþjóðlegra olíu- hringa og sérstaklega að standa stöðugan vörð um hagsmuni fátækra þróunarlanda til að reyna að koma i veg fyrir, að nokkur þeirra yrðu arðrænd með háu orkuverði. Framhald á bls. 55. Yfirlitsmynd frá miðstjórnarfundi Alþjóðsambands samvinnumanna, en fundinn sóttu um 180 fulltrúar frá flestum aðildarsamböndunum. Fundurinn var haldinn í gamla þinghúsinu í Stokkhólmi og hér sést virðulegt fordyri þess sögu- fræga húss. 37

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.