Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 21

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 21
Samvinnustarf Dana. Dönsku samvinnufjelögin settu á stofn, fyrir skömmu síðan, af eigin ramleik, allstóran banka, eptir öllum sömu reglum sem önnur samvinnufyrirtæki; er hann að öllu leyti eign samvinnufjelaganna og rekinn á þeirra ábyrgð. Hann er og eingöngu í þjónustu fjelaganna, og honum er stjórrað af samvinnumönnum, eptir sömu fjelags- ög fjármálareglum sem öðrum samvinnufyrirtækjum. Til- gangur bankans er að byrgja öll samvinnufjelög Dana með nægilegum verðmiðli til allra viðskipta þeirra, verð- miðli, sem sje svo sem unnt er óháður fjármálabraskinu utan við samvinnufjelögin, og að öllu leyti á valdi þeirra sjálfra, bæði að notkun og áyöxtum. Pessi samvinnubanki (Andelsbanken) hefir á skömm- um tíma náð meiri þroska og fjárhagsfestu en við hafði verið búizt og spáð hafði verið af ýmsum fjármálamönn- um, sem utan við samvinnufjelögin standa. Hefir hann þegar veitt fjelögunum mjög mikið starfsfje og lánsstyrk með hagfeldum kjörum. Er því nú spáð, jafnvel af þeim, sem áður voru vantrúaðir á þetta fyrirtæki *, að banki þessi verði með tímanum ein af öflugustu og þörfustu peningastofnunum Dana, að sínu leyti eins og sam- bandsfjelagið mikla, sem nú er orðið langstærsta og öfl- ugasta viðskiptastofnun Dana og sömuleiðis að bankinn muni verða fyrirmyndarstofnun að öllu skipulagi og fjár- * Sbr. Berlingatíðindin 20. Ágúst, f. á.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.