Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 26

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Síða 26
20 það, að dýrtíðin með afleiðingum sínum á daglegt líf manna kemur ákaflega misjafnt niður. Pað almenna er: að fyrst og fremst eru það þeir fram- leiðendur, er verulegan afgang hafa af framleiðslu sinni til verzlunar, sem þola dýrtíðina vel. F*eir enda græða á dýrtíðinni, þegar verðhækkun söluvörunnar er meiri en aukinn tilkostnaður við framleiðsluna og verðhækkun að- keyptu vörunnar. Petta mun hafa verið það almenna, enn sem komið er af dýrtíðarhviðunni hjá íslenzkum framleiðendum. Og framleiðendur eru enn í yfirgnæfandi meiri hluta hjá okkur. Enda í flestum kauptúnum okkar er ýmisleg framleiðsla stunduð af mörgum mönnum, sem þó hafa daglaunavinnu eða peningaborganir að megintekjum. það er því enginn vafi á því, að okkar land hefir hingað til grætt stórfje á dýrtíðinni í heild sinni. Annar flokkur manna, — sem öllum kemur eigi sam- an um, hvort telja skuli framleiðendur —, sem einnig hefir auðgast á dýrtíðinni eru kaupsýslumenn, einkum þó vörusalar og stóru kaupsýslufjelögin. í samanburði við gróða ýmsra einstaklinga í þessum flokki og margra kaupsýslufjelaganna er gróði hinna eiginlegu framleið- enda smámunir einir. Hefir nokkuð verið að slíku vikið áður í Tímaritinu í ritgerðinni »Verðhækkun kaupmanna«, sem einnig er birt í blaðinu »Dagsbrún«. Er ekki ólík- legt að okkar vörusölum hafi tekizt að halda alllaglega í horfinu síðan í September 1914, svo þeir ekki að eins komizt klaklaust til enda dýrtíðarinnar, heldur hafi þá getað safnað sjer álitlegum ellistyrk. Petta, sem nú hefir sagt v^rið, er samt líklega ekki verra en í sumum öðrum hlutlausum löndum, má ske heldur þolanlegra, eptir erlendum fregnum að dæma. Á- standinu í Danmörku er t. d. lýst á þessa Ieið: Pað sem einna mest hækkar verðið á innfluttum vör- um er það, hversu farmgjöld skipa hafa hækkað stór- fenglega. Maishveiti er ákaflega mikið notað í Danmörku

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.