Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Qupperneq 8

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Qupperneq 8
2 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. Eg vil leyfa mér að lialda því fram að skilningur beggja aðila sé réttur. Pyrir málstað kaupmanna er þa-ð best, að sem allra flestir menn í landinu séu félagslega óþroskaðir. Stofnun sem vinnur að því að auka félagsmála þroska þjóðarinnar verður óviljandi en óhjákvæmilega til að gera milliliðastéttinni erfiðara fyrir. En að sama skapi finna leiðtogar samvinnumanna að starf þeirra verður þvi léttara, sem þeir eru studdir af fleiri, greinagóðum, vel mentuðum mönnum. Aður en eg kem nánar að aðalefni málsins, vil eg taka fáein dæmi til skýringar því, hvers vegna samvinnumentun er nauðsynleg hér á landi. 1. Af því að aðalerfiðleikar, sem félögin eiga við að stríða eru tortrygni og óvild margra manna, sem hvorttveggja stafar af vanþekkingu. 2. Af því að eins og til háttar á íslandi er sam- vinnufélagsskapur í verslun afarmikið erfiðari í fram- kvæmd en í flestum öðrum löndum. Reynir hér meir en tíðkast annarsstaðar á þroska og manndóm forstöðu- manna, starfsfólksins og félagsmanna yfirleitt. 3. Jafnvel í elstu kaupfélögum á íslandi, sýnir reynslan að furðu mikið af félagsstarfinu hvílir á herðum eins eða fleiri manna, og að ekki er auðveldlega úr bætt, ef þeirra missir við skyndilega. 4. í yngstu félögunum er beinlínis hættulegt, ef ekki fylgist að framför í félagslegum efnum og efnaleg framþróun. Nú mun eg leiða rök að því, hversvegna samvinnu- mentun er óhjákvæmileg á Islandi ef hér á að vera samvinnufélagsskapur, nema að nafni til. Eg vil þá víkja að fyrsta liðnum, hættunni, sem félagsskapnum stafar af vanþekkingunni. Eg býst við að öllum sem hér eru inni sé kunn óánægja í mjög mörgum af félagsdeildum Sam- bandsins ut af því að einstaka sinnum borga kaupmenn sumar íslenskar afurðir, á vissum stöðum, hærra en kaup- félögin, og hærra verði en þær í raun og veru seljast erlendis. Utan félaganna veldur þessi verðmunur látlausu,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.