Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Síða 12

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Síða 12
6 Tímarit íslenskra samvinnufélaga verða að kaupa inn mjög breytilegar vörur til langs tírna, og oft frá mörgum löndum. Ennfremur að koma í verð torseljanlegri innlendri framleiðslu á útlendum markaði. Kaupfélagstjórinn verður að verðleggja alla erlenda vöru bókfæra verðbreytingar, 'sem liæglega geta orðið allmiklar, þegar lengi þarf að liggja með sama vöruforða. Og að síðustu er kornið að erfiðasta þættinum í starfi lians. Að lána félagsmönnum. Það verður ekki hjá því komist að lána, en það þarf að gerast með gætni og mikilli urn- hyggju. Kaupfélagsstjórinn þarf að fylgjast með í starfi og atvinnurekstri hvers félagsmanns, vita um fólksliald hans, skuldir annarsstaðar o. s. frv. Eg þekki kaupfélags- stjóra, sem verið hafa ráðunautar fjöldamargra af félags- bræðrum sínum í öllum þeirra fjármálum, hve mörgu fé þeir ættu að lóga það haustið, hvort taka ætti bankalán eitt ár til að auka bússtofninn og margt fleira af sama tæi. Til að geta vel staðið í slíkri stöðu þarf mikilhæfa menn, greinda, vel menta, víðsýna, góðhjartaða, en þó fastlynda. Þetta eru eiginleikar sem enginn skóli getur skapað, í hæsta lagi glætt og styrkt. Aðalatriðið er að íslenskum samvinnumönnum geti skilist, að sú byrði sem félögin leggja á herðar verslunárforkólfum sínum erbýsna þung og miklu þyngri en gerist með öðrum þjóðum í sambærilegum stöðum. En því meiri sem þrautin er, því meiri er þörf manndóms og atgervis. En vil í öðru sambandi minnast á starfsfólk samvinnu- félaganna. Sný mér undireins að félagsmönnum sjálfum. Þeir verða líka að bera sínar byrðar. Þeir verða að vera í samábyrgð, a. m. k. þangað til samvinnufélögin eru búin að skapa félagsmönnum nægilegt veltufé í stofnsjóðunum. Pélagsmenn verða að nota það nauðsynjavopn gætilega. Þeir verða að fylgjast með aðgerðum félagsbræðra sinna, stjórnar og framkvæmdarstjóra. Vegna skuldanna, sem leiða af tímabundinni afurðasölu hljóta, íslenskir kaupfélags- menn að bera með þolinmæðu marga þá bagga, sem ekki þarf að leggja á herðar samvinnumanna í öðrum löndum,

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.