Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Side 18

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Side 18
12 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. leyst af hendi slík vandastörf. En þessa gáfuðu menn vantaði tækifæri, meðan þeir voru ungir til að nema tungumál, dvelja erlendis, og fá sér þekkingu á félags- legum viðfangsefnum. Enginn skóli á landinu hefir leit- ast við að búa nemendur sína undir slík verk. Enginn skóli á landinu hefir kent nokkuð, sem veitti nægilegan undirbúning í því efni. Samvinnuskólinn hefir riðið hér á vaðið. Hann er aðeins lítil byrjun, á margan hátt gerð af vanefnum. En ef tekst að uppfylla nokkur ytri skil- yrði má lengja skólatímann á komandi árum, og búa svo í haginn, að þegar úrvalsnemendur skólans eldast hafi þeii' á æskuárunum fengið þá undirstöðu sem auðvelt er að byggja ofaná. Eg tel það gleðilegan vott um áhrif skólans í rétta átt, að margir af nemendum lialda áfram námi erlendis, eða eru að búa sig undir það. Sé tekið tillit til þess, að þetta eru alt efnalausir menn sem brjótast áfram af eigin ramleik, þá er því lofsverður slíkur áhugi og elja. T. d. má nefna það að auk þeirra sem beinlinis hafa kynt sér starfsemi lcaupfélaganna erlendis, er nú sem stendur einn af eldri nemendum skólans starfandi í Samvinnubankanum þýska í Hamborg, en annar byrjað- ur á sérnámi í liagfræði í Berlín. Mér dettur ekki í hug að gera iítið úr þeim sjálf- mentuðu mönnum, sem rutt hafa samvinnubrautina hér á landi: Jakob Hálfdánarsson, Torfi í Ólafsdal, Sigurður í Ystafelli og margir fieiri. Slíkir menn eru ómetanlegir. Enginn skóli, eða siglingar geta skapað slíka menn úr lélegum efniviði. Hinsvegar er enginn vafi á að því rneira efni er í einhverjum manni, því meiri starfsþrek og starfs- löngun sem í honum býr, því meira gagn er að einmitt slíkur maður fái heppilegan undii'búning meðan hann er ungur. Frá því fyrsta. að samvinnuskólinn tók til starfa var þeim sem beitt höfðu sér fyrir stofnun hans ljóst að hann hefði aðllega tvö verkefni. Fyrst sérmentun tilvonandi starfsmanna. í öðru lagi almenna félagslega þroskun þeirra

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.