Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Side 19

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Side 19
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 13 sem ekki ætla að ganga í þjónustu félaganna heldur vera liðtækir félagsmenn sjálflr. Fyrri árin meðan skólinn hafði slæmt húsnæði, og meðan verið var að þreifa sig áfram með fyrirkomulagið var þessari tvískiftingu ekki strang- lega framfylgt. Þeir sem leituðu almennrar félagslegrar fræðslu voru venjulega skemur í skólanum, eða tóku ekki allar námsgreinar t. d. ekki bókfærslu, verslunar- reikning, bréfagerð á útlendum málum o. s. frv. En nú er svo komið að hægt er að skilja sundur þessa starfsemi svo sem vera ber. Var all rækilega gerð grein fyrir þeirri tilhögun í Tímanum 25. tölublaði þ. á. Samkvæmt því verður Samvinnuskólinn framvegis í mörgurn hliðstæðum deildum. Sumir nemendur verða tvö ár, síðar þrjú að líkindum. Nokkur hluti þeirra fær sérmentun í verslun, en ekki fleiri en gera- má ráð fyrir að þörf sé fyrir í samvinnufélögunum. í öðru lagi er eins- vetrardeild, þar sem kenslan eru nokkrar almennar náms greinar, samvinnusaga og mikið um íslenskar bókmentir. I þriðja lagi kvöldskóli í tveim deildum, önnur deildin miðuð við að aðkomufólk sem vinnur fyrir sér og lítið getur sint heimalestri. Hin við menn sem geta lesið nokk- uð heima á verjum degi. [Til athugunar lesendum er hér skotið inn í ræðuna áðurnefndum greinum úr Tímanum 25. febrúar s. 1. um framtíðarskipulag skólans, inntökuskilyrði og lesskrá]. I. Um samvinnumentun í öðrum löndum. Nálega í öllum löndum, þar sem samvinnan á nokkur ítök, er með margvíslegum hætti unnið að því, að út- breiða þekkingu á sögu og séreinkennum stefnunnar. Hið elsta kaupfélag, sem til er, félag Rochdale-vefaranna, lagði þegar í byrjun nokkuð af fé því, sem félagsmenn spöruðu árlega, í einskonar menningarsjóð. Keyptu þeir

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.