Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Qupperneq 20

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Qupperneq 20
14 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. fyrir féð, það sem það hrökk, blöð og bækur urn félags- mál. Á félag þetta nú ágætt bókasafn, lestrarherbergi og fyrirlestrasal. Alt er þetta keypt og reist fyrir örlítið brot af sparifénu. Fræðslusamband enskra samvinnumanna, The Cooperative Union, hefir árlega um 50—60 þúsundir manna sem nemendur á námsskeiðum sínum, eða sem nota bréfakenslu. Er sú aðferð allhæg, þar sem samgöng- ur eru góðar. Bretar hafa. tvenskonar kenslu, almenna fræðslu um félagsmál, og þó einkum um samvinnustefn- una, fyrir félagsmenn og kenslu í verslunarfræðum fyrir starfsmenn félaganna. Fræðslusamband Breta á stórbygg- ingu í Manchester, sem heitir Iioiyoake House, eftir sagn- fræðingi félaganna. Þar er aðalbókasafn sambandsins, mikil útgáfa samvinnurita. Þar hafa farand-ræðumenn og kennarar félaganna skrifstofur sínar, og þar er haldinn skóli. Sækja þangað inenn hvaðanæfa úr löndum. Tveir íslendingar, fyrrum nemendur í Samvinnuskólanum, liafa haldið þar áfram námi. En Holyoake House þykir þó ekki nógu stórt. Er í ráði að reisa mikla höll, eða kaupa gamla, handa samvinnuskóla Bretlands. Hefir fjársöfnun til þeirrar stofnunar verið haldið áfram í um nokkur undanfarin ár og mikið safnast. Sum ár hefir enska samvinnuheildsalan í Manchester lagt 200 þús. krónur í byggingarsjóðinn. Á næstu missirum verður háskóli þessi tekin til starfa. Þykir fullvist, að hann verði í raun réttri alþjóðastofnun. í Dublín er eitt hið besta samvinnubókasafn í heimi, og hafa þar verið ritaðar ágætar bækur um sögu samvinnu- stefnunnar. Hefir sú hreyfing átt afarmikinn þátt í við- reisn Ira á síðasta mannsadri. Danir hafa samvinnuskóla í Störving, en Svíar í Jakobsbergi, skamt frá Stokkhólmi. Finnar hafa tveggja vetra samvinnuskóla í Helsingfors, og geisimikla fræðslu- starfsemi út um alt land. Norska Sambandið sendir fyrir- lesara milli félagsdeilda sinna. Auk þess hefir „Selskabet for Norges Velu sex ráðunauta, sem ferðast um landið, og fræða fólk um málefni samvinnunnar. Snúa þeir sér

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.