Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Page 27

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Page 27
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 21 Með reynslu þeirri, sem nú er fengin, er nú gert ráð fyrir að auka nýjum deildum við skólann, og breyta lítið eitt kenslunni í aðalskólanum, þannig, að kenslan í fé- lagsmálum sé aukin, en kensla í verslunarfræðum aðeins í síðari deild, fyrir takmarkaða tölu manna. Fer tala þeirra árlega eftir því, hve álíta má að samvinnuhreyf- ingin þurfi við margra nýrra starfsmanna. Síðar, þegar kreppunni léttir, verður verslunardeildin að þriðja bekk, bætt ofan á tveggja vetra kenslu í félagssmálum og tungu- málum. En til að gera námsfólki léttara fyrir meðan dýr- tíðin er sem mest, verður fyrst um sinn látið sitja við tveggja vetra nám, líka fyrir tilvonandi starfsmenn sam- vinnufélaganna. VI. Kenslugreinarnar í Samvinnuskólanum. Svo sem sjá má af yfirlitinu um kensluna, gengur ein námsgrein eins og rauður þráður gegnurn allar deildir. Það er samvinnusagan, eða samvinnufræðin. Alt annað sem kent er í skólanum, eru stuðningsgreinar. Tungumál næstu þjóðanna .eru óhjákvæmileg, af því að bókmentir okkar eru svo fábreyttar og að kalla má al- gerðir öreigar að því er snertir félagsmál. I þeim fræði- greinum er ómögulegt fyrir íslending að nema nokkuð til muna, ef hann getur ekki lesið eitt eða fleiri mál. Þeir sem taka styttri námsskeiðin, kvöldskólann eða aðra deild, sem fyrst urn sinn starfar ekki nema einn vetur, eiga að geta lesið norðurlandamálin sér til gagns. Hinir, sem ganga í fyrstu deild, og eru tvo vetur, hafa auk þess ensku, og þýzku ef þeir óska. Tungumálanámið er aukabyrði á smáþjóðunum. Því minni sem þjóðin er, því þyngri er þessi byrði. I ensk- um og þýskum skólum af sama tægi er lítið um kenslu í útlendum málum. Félagsmálabókmentir þessara laiula

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.