Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Side 32

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Side 32
26 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. En hversvegna hafa þessa kenslu í Samvinnuskóla, munu suinir spyrja. Af því að tvær leiðir liggja. að sama marki. Það takmark er framför íslensku þjóðarinnar í samúð og samhjálp. Fyrir suma menn liggur leiðin að þessu marki eftir vegum félagsmálaþekkingar, en fyrir aðra eftir vegi listanna og fegurðarinnar. Aðalatriðið er að auka víðsýni og stórhug, og að því er stei'nt eftir þess- um tveim aðalleiðum. Skólinn veitir nemendum aðgang að lestrarherbergi og bókasafni, sem miðað er við kensluna. Síðar er hugs- anlegt, að bætt verði við áframhaldsnámi í annari deild, þar sem úrvalsrit hinna annara Norðurlandaþjóða verða lesin og kent um á sama hátt. Kvöldskólinn er í tveim deildum. Önnur þar sem fé- lagsmálakenslan er aðalatriði, hin þar sem mest áhersla er lögð á íslenskar bókmentir. Er þar sami munur til- tölulega, eins og á fyrstu og annari deild dagskólans. Kvöldskólinn er miðaður við kringumstæður fólks, ein- kum aðkomandi, sem atvinnu heflr í Reykjavík, en vill jafnframt sinna námi. VII. Samvinnuskólinn og aðrir skólar. Hingað til hafa sumir ókunnugir menn álitið Sam- vinnuskólann og Verslunarskólann alveg samskonar stofn- anir. Alitið best að sameina þær og láta ríkið kosta einn skóla fyrir báða. Þetta er bygt á ókunnugleika, og stund- um kala til samvinnunnar. Fyrst er gengið fram hjá þ'eim eðlismun, að Sam- vinnuskóli leitast við að undirbúa menn, sem vilja að verslun landsins sé rekin þannig, að liver maður fái sannvirði fyrir vöru sína eða vinnu. Þeir menn, sem starfa þannig að verslunarmálunum, verða í einu þjónar og leiðtogar þeirra, sem þeir starfa fyrir. Kaupmanna-

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.