Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Síða 40

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Síða 40
34 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. að geta greitt götu fleiri unglinga, einkum frá heimilum samvinnumanna, verður haldið upp sömu reglu og fyr um kröfurnar til nemenda. I skólanum geta ekki verið nema þeir sem vinna og eru fullkomlega reglusamir. Letingjar og slarkarar eiga þangað ekkert erindi. Iíingað til hefir aðeins einn einasti óregluseggur komið í skólann. Hann varð að fara þegar í stað. Að láta lctingja og slarkara haldast við í skólum innan um dugandi og vinnusama menn, er brot á móti góðu nemendunum. Þeir eiga ekki skilið að hafa óþægindi og minkun af þeim sem ekki vilja vinna, þar sem tilgangurinn er að allir skuli starfa. Það orð liggur á að margt af því tólki sem sækir kvöld- skóla í Reykjavík vilji ekki leggja neitt á sig við námið. Því til leiðbeiningar er þetta tekið frain svo að það fólk geti ráðið sig i öðrum Keflavikum, heldur en samvinnu- skólanum. Eg vona nú að tilheyrendur mínir hafi fengið yflrlit um það, hvernig Samvinnuskólinn vill starfa til að leysa af hendi hlutverk sitt. Þar eru finnn mismunandi stig. Fyrst tveggja ára nám í tungumálum og hinum ýmsu greinum félagsmálafræða fyrir karla og konur sem vilja fá slika mentun sem almennan undirbúning fyrir þáttöku í opinberu lífi. I öðru lagi verslunardeildin fyrir tilvonandi starfsmenn samvinnufélaga. Ekki margmennari en að full- nægja þörf félaganna. í þriðja lagi eins vetrar deild, þar sem veitt er óvenjumikið tækifæri til að nema íslenska tungu og komast inn í anda þjóðlegra bókmenta. I fjórða og fimta lagi kvöldskóli, annar sniðinn fyrir þá sem samhliða vinnu vilja afla sér nokkurrar hagfræðilegrar þekkingar, hinn handa þeim sem meira hneigjast að lestri skáldrita og skýringum á þeim. í öllum deildunum geng- ur kensla í samvinnusögu eins og rauður þráður gegnum námið. Með þessuin hætti verður unt að dreifa fróðleik um samvinnustefnuna út til fjölmargra manna, sem áður áttu engan kost slíkrar fræðslu. Og þar sem reynslan sýnir, að samvinnan vii'ðist eiga óvenjulega vel við lund

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.