Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Qupperneq 50

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1922, Qupperneq 50
44 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. Bókfærsla. Yngri deild: Kend öll undirstöðuatriði í tvöfaldri bókfærslu, bæði eftir amerískri og ítalskri aðferð. — Eldri deild: Kend kolonal-bókfærsla, sniðin eftir þörfum kaupfélaganna. Ennfremur almenn ítölsk bók- færsla og ýms almenn verkefni úr viðskiftalífinu, svo sem um sölu fasteigna, verðbréf, víxla o. s. frv. Landafræði. Yngri deild: Lesið Andersen: Lille Handelsgeografi. Evrópa. — Eldri deild: Endurlesið um Evrópu og farið yfir alla bókina. Yerslunarsaga Islands. E1 d r i d e i 1 d: Verslunarsagan fram að einokun sögð með stuðningi af Islandssögu Jóns Aðils. Því næst lesin Einokunarsaga sama höfundar, inn- gangurinn og síðari aðalkafiinn. Umræður og ritgerðir. Yerslunarréttur. Tvílesin öll bók Jóns Kristjánssonar. Skrift. Nemendum voru sýndar nokkrar helstu fyrirmyndir, sem fyrir hendi voru: Amerískar for- skriftir, 3 tegundir, amerísk-dönsk bókasafnaskrift, rit- hönd Benedikts Jónssonar frá Auðnum o. fl. Var hver nemandi látinn velja sér fyrirmynd, og völdu eigi allir á einn veg. Gefnar voru leiðbeiningar um hreyfingu handarinnar o. fi. og dæmt um skriftina. Er á leið náms- tírnann og nemendur höfðu náð nokkurri festu í rithönd- ina, var fyrirmyndunum slept. Var þá æfingum hagað þannig, að nemendur skyldu, fyrra hluta hverrar náms- stundar, skrifa svo vel sem þeir gátu, án tillits til hrað- ans, síðan skyldu þeir hraða- sér sem mest, en þó án þess, að skriftin yrði til muna lakari. Keptu þá nemendur hver við annan og við klukku. Mestur hraði við vorpróf var 117 stafir á mínútu og skriftin glögg og villulaus. Hagfræði. Notuð var í báðum deildum Riis Hansen: Sanifunds-ökonomien i Grundtfæk. Kjöbenhavn 1919. Yngri deild: Lesið aftur á bls. 121. — Eldri deild: Lokið við síðari helming bókarinnar og hún síðan endur- lesin öll sarnan. Nemendur skrifuðu nokkrar ritgerðir, hagfræðilegs efnis, í báðum deildum.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.