Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Blaðsíða 22
rr'!vnarit íslenskra samvinnufélaga.
þessi viðskipti, bæði í Húnavatnssýslu og víðar um land,
hafi optast verið kend við Coghill, var hann fyrst aðeins
erindreki eða kaupstjóri fyrir enskan auðmann Róbert
Slimon, og ef til vill, félagi hans síðari árin.
Til þess að gefa hugmynd um hversu stórkostleg þessi
viðskipti voru oft, þykir rétt að setja hér skýrslu sem
birt var í Isafold 1882. Þar segir að Slimon og Coghill
hafi keypt það ár:
í Múlasýslum 2600 fjár í Strandasýslu 300 fjár
á Akureyri 4013 — í Stykkjshólmi 2519 —
í Skagafirði 1041 — úr Borgarfirði 4018 —
í Húnavatnss. 7849 — Alls 22370 fjár
Var þá hver kind að meðaltali kr. 16,59, sauðir, vetur-
gamalt og geldar ær. — Ennfremur keyptu þeir sama ár
1481 hross, kr. 54 hvert að meðaltali. Gerir það alls kr.
446,111,30 a.
I Isafold 1884 er tekið upp fréttabréf úr Húnavatns-
sýslu dags. 17. sept., segir þar m. a.: „Með tíðindum má
telja verstunarfyrirtæki Húnvetninga og Skagfirðinga.
Höfum vér í sumar fengið töluverðar vörur frá Slimon í
Leith, sem eiga að borgast í haust með vörum og pen-
ingum........Oss þótti ærinn munur að viðskiptunum við
hr. Slimon eða vora kaupmenn. Pöntuðum ekkert af kram-
vöru í þetta sinn. Kaffi ágætt 47 a., hvítt sykur 27 a.,
kandís 34 a. o. s. frv.“ I bréfi úr sömu sýslu dags. 12.
nóv. s. á., er þess getið að vörupantanirnar í pöntunar-
félagi Húnvetninga og Skagfirðinga þá um sumarið hafi
verið um 20,000 kr........Pjárverð hjá Coghill um haust-
ið á mörkuðum hafi verið: Tveggja vetra sauðir 18—21
kr., geldar ær 15—16 kr. og veturgamalt 14 kr. Ennfrem-
ur er þess getið að Jóhann kaupmaður Möller, hafi þá
haldið fyrsta fjármarkað í Bólsstaðahlíð um haustið, og
hafi það þótt mikil bót frá því sem hafi verið. Fjárverðs-
ins er ekki getið.
Úr Húnavatnssýslu voru það einkum austustu hrepp-
arnir sem tóku þátt í þessum pöntunum á Sauðárkróki;