Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Blaðsíða 54

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Blaðsíða 54
100 Tímarit íslenski’a samvinnufélaga. Arið 1915 var þegar orðin allmikil verðhækkun bæði á útlendum og innlendum vörum vegna Norðurálfu ófrið- arins. Vöruumsetning pöntunardeildar varð rúmlega 82 þusund krönur, og söludeildin seldi vörur fyrir hérumbil 45.700 krónur. Agóði af söludeildar verslun varð 5°/0. Ull sú, er félagið send'i út þetta ár, seldist mjög vel. A þessu ári borgaði félagið af varasjóði sínum kr. 630.00 til byggingar bátaskýlis við Blönduóssbryggju, og sömu upphæð borgaði Sláturfélagið til þess þetta ár af viðlagasjóði sínum. I byrjun þessa árs var létt af formanni stjórn Slátur- félagsins, en aftur tók hann þá að sér afgreiðslu á skip- um Eimskipafélags Islands, en sérstök stjórn var sett fyrir Sláturfélagið, og varð Jónas B. Bjarnason í Litladal þá forstjóri þess. Þá var einnig lögum Kaupfélagsins breytt, hafði nefnd manna (Jónasi B. Bjarnasyni í Litladal, Jóni Jónssyni í Stóradal og Jónatan J. Líndal á Holtastöðum) verið falið að endurskoða lögin og gera tillögur um breyt- ingar á þeim. Nefnd þessi samdi svo frumvarp til nýrra laga fyrir félagið, sem gerði í ýmsum atriðum verulegar breytingar á eldri lögum þess. Frumvarp þetta var svo með mjög litlum breyting- um samþykt á aðalfundi félagsins þetta ár. Síðan var einu atriði í lögum þessum breytt 5. júní 1917, og eru þau síðan í gildi óbreytt. I lögum þessum er, auk annara breytinga, miklu meiri áhersla lögð á aukningu á sjóðum félagsins, stofn- sjóði og varasjóði, heldur en var í eldri lögum félagsins. Varasjóður gerður að öllu óskiftileg eign, og ákvæði sett um það, að þótt félaginu verði slitið, þá verði hann þó aldrei að eyðslufé, og munu ákvæði þessara laga um þetta atriði, hafa verið höfð til hliðsjónar við samskonar atriði í Samvinnulögum síðasta alþingis. Á þessu ári, 25. september, andaðist Skúli Jónsson, sem verið hafði formaður félagsins og sölustjóri frá því 1909, og hafði honum, eftir kringumstæðum, farist öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.