Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Blaðsíða 10
56
Tímarit íslenskra samvinnufélaga.
lagi voru hlynt í mörgu meðan þess naut við. — Var nú
verslað með meirihlutann af þessum vörum á Borðeyri
um sumarið, en nokkuð af þeim var sent á Sigríðarstaða-
ós og afhentar þar af skipi, þeim sem pantað höfðu. Vör-
urnar þóttu óvanalega góðar.
Þeir félagar Höephner og Gudmann á Skagaströnd
og Hillebrandt á Ilóla-
nesi kærðu yfir þessu,
og töldu það óleyfi-
lega verslun, urðu af
því málaferli milli
þeirra og félagsins.
Af því sem nú hef-
ur verið sagt, má sjá:
að í vor eru li'ð-
in 50 ár síðan
fyrsta bænda-
v e r s 1 u n i n h ó f s t
. í Ii ú n a v a t n s - .
s ý s 1 u .
Pétur Eggerz fór
samsumars utan aftur
og ætlaði að reyna
að senda félaginu
sláturskip um haust-
ið. — Ur því varð
þó ekki, og var um
kent undirróðri kaup-
manna, en einkum því, að engir ókunnugir vildu hætta
skipum sínum svo seint til íslandsferðar.
Þetta haust bauðst félaginu góð kaup á verslunar-
húsunum á Grafarósi, sem þeir' Henderson og Anderson
höfðu átt, — en þeir voru þá hættir fyrir erfiðan fjárhag
— keypti kaupstjóri þau með samþykki félagsstjórnar.
Reikningar félagsins fyrir árið 1871—72 voru lagðir
fram á aðalfundi þess að Þingeyrum 24. dag júnímánaðar