Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 10

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 10
56 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. lagi voru hlynt í mörgu meðan þess naut við. — Var nú verslað með meirihlutann af þessum vörum á Borðeyri um sumarið, en nokkuð af þeim var sent á Sigríðarstaða- ós og afhentar þar af skipi, þeim sem pantað höfðu. Vör- urnar þóttu óvanalega góðar. Þeir félagar Höephner og Gudmann á Skagaströnd og Hillebrandt á Ilóla- nesi kærðu yfir þessu, og töldu það óleyfi- lega verslun, urðu af því málaferli milli þeirra og félagsins. Af því sem nú hef- ur verið sagt, má sjá: að í vor eru li'ð- in 50 ár síðan fyrsta bænda- v e r s 1 u n i n h ó f s t . í Ii ú n a v a t n s - . s ý s 1 u . Pétur Eggerz fór samsumars utan aftur og ætlaði að reyna að senda félaginu sláturskip um haust- ið. — Ur því varð þó ekki, og var um kent undirróðri kaup- manna, en einkum því, að engir ókunnugir vildu hætta skipum sínum svo seint til íslandsferðar. Þetta haust bauðst félaginu góð kaup á verslunar- húsunum á Grafarósi, sem þeir' Henderson og Anderson höfðu átt, — en þeir voru þá hættir fyrir erfiðan fjárhag — keypti kaupstjóri þau með samþykki félagsstjórnar. Reikningar félagsins fyrir árið 1871—72 voru lagðir fram á aðalfundi þess að Þingeyrum 24. dag júnímánaðar

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.