Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1984, Page 88

Andvari - 01.01.1984, Page 88
86 ÞORSTEINN ANTONSSON ANDVARI annarra með málefni sitt að Jochum hefði líklega borið skylda til að afhenda þjóðminjaverði fornminjar sem hann hefði undir höndum, væru þær einhverjar. En var að eigin trú sjálfur færastur manna til að lesa hinar fornu leturgerðir. Gögn hans yrðu almenningseign og meðferðin líklega í samræmi við það álit sem hann hafði á almenningi og reyndar þeim sem aðhylltust hefðbundnar að- ferðir við söguskoðun. Erfið kjör á bernsku- og unglingsárum hafa líka áreiðan- lega stuðlað að sérsinni hans síðar á ævinni. Eggert, faðir Jochums, var sár- fátækur alla ævi, ólaunaður barnakennari, og svo aðkrepptur var hann áttræð- ur að hann gekk í sjóinn frá tveimur ófullveðja börnum. 1 eftirmælum um þennan mann, „fræðimeistara“ sem kenndi af ástríðu, spöruðu fyrrverandi nemendur hans honum ekki lofið. Eggert þessi var eldri bróðir Matthíasar Jochumssonar skálds. Vera kann að Jochum hafi snemma tekið þá trú að laun heimsins væru vanþakklæti. Handritið, sem Jochum kvaðst hafa fundið, var að sögn hans ritað með hinu forna latínuletri, þessu sem við þekkjum best. Afritið, sem ég nefndi áðan, kvað hann hafa verið gert eftir öðru eintaki sömu bókar sem skráð væri með letri frumbyggjanna, þeirra sem Jochum nefndi „Gullmunna.“ Af þessum plöggum lærði hann sögu þeirra, segir hann. Hver var þessi saga? „Gullmunnar“ er þýðing úr grísku og merkir hjá J. M. E. þjóðarbrot sem settist að á suður hluta Reykjaness, einkum á svæðinu kringum Krýsuvík, og á suðvestur- og vesturlandi fyrir 900 e. k. En í annan stað verður þessum frum- lega fræðagrúskara heitið tákn yfir mælskumenn yfirleitt i rituðu sem töluðu máli. Þ. e. sá sem mælir eða ritar gullkorn. Þegar sú framvinda er orðin í greinasöfnum hans — þess vegna skáldsögukeimur þeirra — greinir hann ekki lengur milli merkinga í þeim mæli sem skynsamlegt hlýtur að teljast heldur lætur sama gilda um þá sem hin skáldlegri merking nær yfir og hina sem hann telur sig hafa fræðileg rök fyrir að hafi verið til undir hinu gríska heiti Chrysostom. 1 þeirri vímu lýsir hann því yfir að nafntogaðir trúarbragða- höfundar og dulspekingar hafi sótt menntun sína til eyjarinnar Ionu á Ioniska hafinu, þ. e. Eyjahafinu, þar sem hann telur að hinir eiginlegu Chrysostomar hafi verið upprunnir. Gullmunnar þessir hafa þar með allt austur í Kína sömu hugmyndafræði, sörn'u heimsýn og hana skarpt mótaða. J. M. E. gerir hvorki sjálfum sér né öðrum grein fyrir hvað hann á við með orðinu „tákn“ né hvar mörk milli skáldskapar og fræðilegs veruleika liggja. Um mjög nútímalegan vanda rithöfundar er að ræða og frumlega lausn sem þó nær ekki lengra en sætta manninn sjálfan við ásigkomulag sitt og stöðu meðal samtímamanna. Á 5.-6. öld e. K. voru launhelgar á eyjunni Iona i Eyjahafinu, segja þessi fræði, þar var griðland hinna fornu Chrysostoma. Launhelgar voru lær- dómssetur á forsögrdegum timum og eðli málsins samkvæmt lítið um þær vit- að en þó að slíkar reglur voru í flestum hinum fornu menningarlöndum við Miðjarðarhaf og austur af — þekking allstaðar talin aðeins við hæfi fárra út-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.