Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1984, Qupperneq 94

Andvari - 01.01.1984, Qupperneq 94
92 ÞORSTEINN ANTONSSON ANDVARI fyrir tveimur höfuðhneigðum mannlegs atgerfis, til lífs og til dauða, kenndi þær við griskar goðsagnapersónur, Eros og Þanatos. Mennirnir skapa sér guði, ritaði Jochum. En þar með koma í ljós tvær höfuð andstæður, manneskjan vaknar til sjálfrar sín þegar hún tekur þannig að rækta með sér dómgreind á að ein gerð geti verið betri en önnur, óvit villimannsins, hlutarins, náttúrunnar yfirleitt verður ekki lengur lífsmáti manns, hann missir þeirrar Paradísar ástríðna og lögmálsbundinna gerða, eyðimörk óhlutbundinnar hugsunar verð- ur veruleiki hans. Þar með hefst mannkynssaga. En hvað skal gert þegar annar helmingur mælikvarðans hefur verið höggvinn hurt vegna þess að hann mældi minna gott en hinn? Hvað skal gert við slíkri forbeimskun? Og hvernig öðlast maður hamingju, vitandi um þennan útlegðardóm? Jochum ritaði um sama leyti og aðrar hugvekjur sínar um trúarbrögð: „Ariman var andskoti. — Fornpersar voru tvígyðistrúar og hugsuðu sér tvo guði, annan góðan (Ormuzd), hinn illan (Ariman). Reyndar má hið sama segja um fleiri rétta átrúnaði, að þeir eru tvigyðis. Annar guðinn réttlátur, Drottinn allsherjar, hinn óréttlátur ef hann er álitinn i minni hluta; sálna- gleypirinn Satan. Á þessum tveimur guðum er stöðugt verið að hafa höfða- skipti í átrúnaði þjóðflokkanna, án þess nokkur leið sé til að heimfæra slíkt athæfi undir löglegt guðlast. Og þótt einhverjir galdramenn eða „halanegrar“ hafi sungið Satan lof og prís, þá er sá lofsöngur engu verri, þegar hrifning hinna réttlátu hefur svift Satan lofgerðinni og beint henni til hins eina rétta höfðingja. Sálarheill fjöldans krefst þess að vera í fylgd hins máttarmeiri, ef ekki með góðu — þá með þvingun. Og þótt harðvítug samkeppni hafi ávallt verið milli þessara tveggja guða þá virðist sem hvorugur megi án annars vera í sálna- versluninni.“ Sérhver maður á sér skugga, einnig í yfirfærðri merkingu þessara orða (sbr. t. d. kenningar Karl Jung). Þessi gullgerðarmaður notaði þá islenska menningararfleifð sem helst hefur verið talin til marks um tilvist Arimans, frummynd hins kaþólska Óvinar, hin illu öfl. Hann leitaði uppi galdraletur, hverskonar tákn af því tagi. Og smám saman rann saman í vitund hans í eina heild sú tvihyggja sem getið hafði af sér kristilega aðgreiningu góðs og ills; og klofnað alveg við brottvikningu Satans (egypsk frummynd) úr hinni kristnu heimsmynd. Leitt hafði af sér ástand sem ýmsir fræðimenn hafa lýst sem geð- klofa nútímamannsins. Blind á annað í eðli okkar en það sem við getum með einhverju móti kallað af hinu góða firrum við okkur skyni og ábyrgð á stórum þætti þess sem raunar er mannlegt lif. Fornþjóðir aftur á móti ekki. Druidar gerðu ráð fyrir tvennskonar rökvísi, kenndar við sól og tungl. Forngrikkir persónugerðu höfuðhneigðir manns til skynsamlegs lífs og hverskonar ástríðuöfga með guðunum Appolo og Dionisos. Kínverjar greindu milli Yng og Yang, kven- og karleðlis tilverunnar, raka dags og nætur. En með einstaklingshyggju sem magnaðst hafði og brotið af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.