Andvari - 01.01.1918, Page 9
Andvarí.]
Tryggvi Grunnarsson
eptir
Klemens Jónsson.
I3að er gamall, og mjer liggur við að segja, góður
siður hjer á landi að byrja æfisögur merkra manna
með því að skýra frá ætterni þeirra og uppruna.
Margir eru þeir að vísu, sem þykjast hafa óbeit á
slíkum nafnaþulum, sem þeir svo kalla, en þeir
hlaupa þá yfir þær.
Foreldrar Tryggva bankastjóra Gunnarssonar voru
sira Gunnar í Laufási Gunnarsson og Jóhanna Krist-
jana Gunnlaugsdóttir sýslumanns Briem. Faðir síra
Gunnars var síra Gunnar í Laufási f 1828 Hall-
grímsson, smiðs á Kjarna, Jónssonar á Naustum
Hallgrímssonar samastaðar, Sigurðssonar, Sæmunds-
sonar. Er þetta aleyfirzkur ættleggur. Kona Jóns á
Naustum var Ólöf Jónsdóttir frá Svalbarði á Sval-
barðsströnd, Árnasonar, Halldórssonar á Jódísar-
stöðum, Árnasonar á þröm Sigmundssonar á Garðsá,
er límans vegna hlýtur að vera sá, sem síðastur
liáði hestaat á íslandi,1) en eigi ali hans samnefndur,
sem venjulega er lalinn að hafa átt hestaatið. Faðir
Sigmundar var Árni á Garðsá sonur Sigmundar
1) Espólín Árb. VI. deild, bls. 21.