Andvari - 01.01.1918, Síða 12
VIII
Tryggvi Gunnarsson.
|Andvarr.
kominn af Ingólfi landnámsmanni Arnarsyni þannig,
að einungis voru tveir kvenliðir, en hitt beinn karl-
leggur. Kona Jóns yngra á Gilsbakka var Guðrún
Þórðardóttir frá Hvalgröíum, móðir hennar var Mar-
grjet Jónsdóttir yngra í Einarsnesi, Sigurðssonar
lögmanns sst., Jónssonar sýslumanns, Sigurðssonar í
Einarsnesi. Móðir Margrjetar var Ragnheiður Torfa-
dóttir pr. í Gaulverjabæ Jónssonar, Gissurssonar á
Núpi Þorlákssonar, bróður Gissurs biskups Einars-
sonar, Sigvaldasonar langalífs, en kona Sigvalda var
Þuríður dóttir Einars hirðstjóra Þorleifssonar, er átti
Vatnsfjarðar Kristínu, og er þaðan á margvíslegan
hátt hægt að rekja til landnámsmanna.
Kona Gunnlaugs sýslumanns var Valgerður Árna-
dóttir pr. á Holti undir Eyjafjöllum f 1805, Sigurðs-
sonar pr. sst. f 1778 Jónssonar á Bjarnarstöðum,
Steingrímssonar, Guðmundssonar á Lóni í Viðvíkur-
sveit.
Kona síra Árna á Holti var Kristín Jakobsdóttir
frá Búðum Eiríkssonar, systir Jóns sýslumanns,
föður Jóns Espólíns.
Síra Gunnar faðir Tryggva var fæddur á Upsum
24. jan. 1781. Fór 15 vetra í Hólaskóla, og var þar
5 ár, en 1801, þegar skólinn var aftekinn, og hann
ætlaði um haustið suður til Reykjavíkur, hindraðist
hann frá þvi, svo hann var næsta vetur heima hjá
föður sínum. En næsta sumar fór hann suður til
Geirs biskups Vídalín, og útskrifaði biskup hann í
desember 1803. Hjá honum var Gunnar skrifari til
þess hann dó 1823. Gunnar iðkaði mjög mikið
lækningar, og fjekk veniam practicandi 1815. 1812
eignaðist hann dóttur, Þóru að nafni, með stúlku úr
Mosfellssveit, Guðrúnu Jónsdóttur. Þóra varð síðari