Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 13
Andvari.]
Tryggvi Gunnarsson.
IX
kona Haldórs próf. Björnssonar á Sauðanesi, föður
síra Björns í Laufási. Gunnar fjekk síðar uppreisn
og um leið fyrirheit um, að fá eitthvert af betri
brauðum landsins. 1828 var honum veittur Laufás
eptir föður sinn, og vigðist hann þangað á Trínitatis-
hátíð, 47 ára að aldri. Hann kvæntist konu sinni
Jóhönnu Kristjönu 9. október 1834, og var hún 32
árum yngri en maður hennar, en alt um það var
sambúð þeirra bin farsælasta. Þau eignuðust 5 börn:
1. Iíristjönu ekkju Pjeturs amtmanns Havstein, og
er hún nú ein á lííi þeirra systkina. 2. síra Gunnar
á Svalbarði. 3. Eggert umboðsmann og kaupíjelags-
stjóra. 4. Geir Finn bónda á Harðbaki, er fór síðar til
Vesturheims, og 5. Tryggva. Var hann elstur þeirra.
Gunnlaugur Trgggui, svo hjet hann fullu nafni,
var fæddur á Laufási 18. október 1835, og ólst upp
með foreldrum sínum, og naut meiri mentunar en
alment gjörist, því þó faðir hans væri enginn sjer-
legur lærdómsmaður, þá var hann þó vel að sjer í
mörgu og einn hinn bezti skrifari. En auk þess var
Tryggvi vaninn við alla sveitavinnu, sem þá tíðkað-
ist, svo sem prjón, er allir karlmenn við Eyjafjörð
kunnu í þá daga og lengi fram eptir. Snemma kom
það í ljós, að Tryggvi var mjög hneigður fyrir
smíðar, og þvi var honuin 14 ára gömlum komið
fyrir til smíðanáms hjá móðurbróður sínum, Ólafi
Briem, sem bjó á Grund i Eyjafirði. Olafur var
sigldur timburmeistari, annálaður fyrir hagleik, og
kendi fjölda pilta smíðar, og þóttu þeir bera af öðr-
um, er hjá Ólafi höfðu lært. Þegar Tryggvi var I6V2
árs gamall fjekk hann sveinsbrjef og var síðan við
smíðar hingað og þangað, en til heimilis var hann
hjá foreldrum sínum í Laufási.