Andvari - 01.01.1918, Side 14
X
Tryggvi Gunnarsson.
lAndvari.
Síra Gunnar faðir hans deyði 24. júlí 1853. Ekkja
hans, sem var fædd 14. nóvbr. 1813, dáin 23. oktbr.
1878, giptist ári síðar, 29. septbr. 1854, Þorsteini
Pálssyni presti að Hálsi, og fluttist Tryggvi þá með
móður sinni þangað. Vann hann aðallega að smíð-
um næstu árin þar á eptir, og bygði þá nokkrar
kirkjur. Á þessum árum, 1858 fór hann verzlunarferð
fyrir bændur suður í Reykjavík, sem hann hefur
sjálfur lýst, sbr. og t*jóðólf 10. ár, 35.—36. blað bls.
146, og sýnir lýsingin, að elja og dugnaður hefur
snemma verið Tryggva eiginleg.
Þann 30. júní 1859 gekk Tryggvi að eiga Kristínu
Halldóru, f. 12. desbr. 1837, dóttur síra Þorsteins
stjúpa hans. Hún var gáfuð kona og vel að sjer um
marga hluti, en átti við mikla vanheilsu að búa alla
æfi, og andaðist hún í Khöfn 7. marz 1875. Ekki
varð þeim hjónum barna auðið, en unga stúlku,
föðurlausa, Valgerði Jónsdóttur frá Bjarnarstöðum í
Bárðardal, lóku þau hjón og ólu upp, og Tryggvi
að konu sinni látinni. Hún giplist Þórhalli biskupi
Bjarnarsyni.
Sama árið og Tryggvi kvæntist, tók hann jörð og
fór að búa. Jörðin, Hallgilsstaðir í Fnjóskadal, er
ekki meira en meðaljörð, en þó kom hann þar fljótt
upp myndarbúi, og þó þurfti hann strax á sínum
fyrstu búskaparárum að byggja upp öll bæjar- og
peningshús. Kom það brátt í ljós, að Tryggvi var
ekki einungis hagur maður, heldur einnig mjög
verklaginn og verkhygginn. Þannig tók hann bæjar-
lækinn á Hallgilsstöðum og notaði aflið í honum til
að mala korn, snúa hverfisteini, vefa voðir og til
margs íleira. Tóku það síðan margir eptir honum