Andvari - 01.01.1918, Page 16
XII
Tryggvi Gunnarsson.
[Andvari.
I
umhugsunar; má rekja margar af framkvæmdum
Tryggva, t. a. m. í vega- og brúargjörð, til þessarar
Noregsdvalar hans.
í þessari utanför sinni lærði hann ljósmyndagerð,
sem þá var enn í bernsku. Tók Tryggvi eptir heim-
komu sína fjölda mynda á Norðurlandi, eins og sjá
má af eptirfarandi klausu í Norðanfarax): »í næst-
liðnum mánaði (þ. e. ágúst) var herra Photograf og
timburmaður G. T. Gunnarsson hátt á aðra viku í
bænum að taka myndir af fólki, ýmist á gler, eða
pappír, eptir því, sem hver vildi, sem optast er sagt,
að haíi tekist ágætlega, enda á nokkrum myndum,
sem vjer höfum sjeð, ótrúlega vel, og sækir því að
honum í þessu tillili múgur og margmenni«. Margar
af þessum myndum eru enn til, en ekki myndu
þær þykja vel gerðar nú. En þess er þó að gæta,
að vjelar voru ekki fullkomnar þá, myndir fölna og
fljótt, nema þær sjeu vandlega geymdar; má því vel
vex-a að það sje ljelegri geymslu að kenna að mynd-
irnar sýnast heldur óvandaðar. Svo mikla stund
lagði Tryggvi í þann mund á ljósmyndagerð, að
hann var í ræðum og riti þá venjulega nefndar Ijós-
myndari, eins og líka Norðanfaragreinin sýnir.
Þegar Tryggvi kom aptur heim úr þessari utan-
landsför sinni, settist hann aptur að búi sínu, og
varð nú brátt lííið og sálin í öllum andlegum og
verklegum framkvæmdum, eigi að eins í sinni sveit,
heldur líka í allri sýslunni. Hann varð hreppstjóri í
Hálshreppi 1865, en sú tign varð nokkuð endaslepp,
því Pjetur amtmaður Havstein vjek honum frá þeirri
sýslan eptir 3 ár, enda voru flestir lireppstjórar í
1) 1865, bls. 56.