Andvari - 01.01.1918, Page 17
Andvari.]
'iYyggvi Gunnarsson.
XIII
Suður-Þingeyjarsýslu valtir í sessi um þessar mundir.
Til þessa lágu þær orsakir, er. nú skal greina.
Pjetur amtmaður var, eins og alkunnugt er, einn
af röggsamlegustu embættismönnum þessa lands.
Hann ljet öll mál, er varðaði embætti hans, mjög til
sín taka, og greiddi íljótt og vel úr þeim. En hann
var fremur vanstiltur á geðsmunum, sem ágerðist
með aldrinum; lágu og ýmsar ástæður til þess. Pessi
vanstilling hans varð að lítt þolandi ráðríki og ein-
ræði á lians síðari embættisárum, einkum þó árin
1865—70. Hann komst í ákafa óvináttu við Jón
lækni Finsen, sem var einkar vinsæll maður; eptir
því sem sjeð verður, átti amtmaður upphaf að þess-
ari óvináttu, og ljet gremju sina í ljósi yíir Jóni í all-
svæsnum blaðagreinum. Allur almenningur, einkum
í Suður-Þingeyjarsýslu, liallaðist nær eindregið á
sveif með Jóni lækni, en þar var þá uppi um þær
mundir mannval mikið, síra Björn í Laufási Hal-
dórsson, Einar í Nesi, Tryggvi, Þorlákur á Stóru-
tjörnum, er síðar fór til Vesturheims, Jón á Gaut-
löndum, Sigurður Guðnason á Ljósavatni og margir
fleiri. Lauk svo þeim viðskiptum amtmanns og læknis,
að Jón Finsen fór alfarinn frá embætti sinu sumarið
1866, og var þá hjeraðið sama sem Iæknislaust í
heilt ár á eptir. Kendu menn amlmanni um, að hann
hefði flæmt Finsen í burtu. Amtmaður reiddist mjög
þeim mönnum, sem drógu taum Finsens, og tók því
að beinast að Jieim. 12. janúar 1867 fyrirskipaði hann
sakamálsrannsókn gegn Einari í Nesi út af afskipt-
um lians af Brasilíuferðum íslendinga; gaf honum
að sök, að hann hefði tælt þá til ferða í eigingjörn-
um tilgangi. í aukablaði Norðanfara (11.—12. tölubl.)
15. marz 1867 birtist langt þakkarávarp til Havsteins