Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 18
XIV
Tryggvi Gunnarsson.
[Andvari
fyrir ötulan embættisrekstur, undirskrifað af fjölda
manna, en jafnframt birtist í sama blaði, og strax á
eptir þessu ávarpi annað þakkarávarp til Finsens
fyrir skyldurækt og dugnað í embættisrekstri og var
um leið sveigt að því, að hann hefði verið flæmdur
burtu. Ávarpið var undirskrifað af nefndum mönn-
um, og mörgum fleiri merkum mönnum, bæði í
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Þetta leiddi til
þess, að amtmaður fór að setja hreppstjóra af, og
þar á meðal Tryggva, og að hann ljet höfða saka-
málsrannsókn gegn Jóni á Gautlöndum fyrir vanskil
á opinberu fje, er hann var settur sýslumaður í
Þingeyjarsýslu 1862, og loks að hann reyndi á allar
lundir að bola Jóni og Tryggva frá þingsetu 1869.
Mátti heita, að alt hjeraðið logaði í heipt þessi árin,
níðkviðlingum, þessu gamla vopni Islendinga, rigndi
niður, og var þeim einkum beint að amtmanni;
talað var um heimreið að Möðruvöllum eins og á
dögum Gríms amtmanns. Linti þessu eigi fyr en um
haustið 1870, er amtmaður var leystur frá embætti.
Mjer hefur þótt rjett að geta þessa hjer svo ítarlega,
af því þessi deila snerti Tryggva mjög, og af því
hún festi svo djúpar rætur í huga hans, að hann
gat aldrei gleymt þessu, eða þeim órjetti, er hon-
um fanst hann hafa verið beittur.
Árin fyrir 1870 voru harðinda- og ísár; var því
verzlun öll mjög óhagstæð á Norðurlandi, ekki sízt
við Eyjafjörð. Á Akureyri voru þá aðallega tvær
verzlanir, Gudmanns og Höepfners, báðar aldanskar
og með rammasta einokunarsniði. Jeg hef sjeð við-
skiptabækur einstakra manna við þessar verzlanir
frá þessum tímum og mjer hefur alveg blöskrað að
sjá það verð, sem þá hefur verið jafnvel á algeng-