Andvari - 01.01.1918, Page 19
Andvari.]
Tryggvi Gunnarsson.
XV
ustu vörum, ef þær þá á annað borð voru fáanlegar,
sem opt vildi bregðast. Það var því engin furða,
þótt bændur færu að hugsa um að fá betri verzlun,
eða ná henni undir sig. Þessi verzlunaránauð gaf
beint tilefni til þess, að Gránufjelagið var stofnað,
og skal nú skýrt nokkuð ítarlega frá stofnun þess.
Sumarið 1868 keyptu nokkrir menn við Eyjafjörð
skip, er strandað liafði, að nafni »Emilie«. Voru
ráðagjörðir miklar með bændum, hvað þeir skyldu
gera við skipið, hvort heldur rífa það sundur, eða
öllu heldur bæta það svo, að haffært yrði, því byrð-
ingurinn sjálfur var góður. Varð sú niðurstaðan að
dubba upp á skipið, og setja það í hlutafjelag; var
svo áætlað, að rúma 2000 rdl. þyrfti til þess að
gjöra skipið vel hafl'ært. Var nú heitið á rnenn til
samtaka, og brugðust þeir vel við, lofuðu hlutafjenu
en treglega gekk að ná þvi inn. Boðsbrjef til hluta-
kaupa var birt í 1. bl. Norðanfara 1869, en hluta-
fjelagið var stofnað 29. janúar s. á. Jafnframt var
samþykt, að fjelagsmenn skyldu sjálfir nota skipið
til vöruflutninga, og var skipafjelaginu þannig breytt
í verzlunarfjelag. Aðalfrumkvöðull alls þessa var síra
Arnljótur Ólafsson á Bægisá, en Tryggvi var þó frá
byrjun einn hluthafanna, og báðir voru þeir Arn-
ljótur ásamt þremur öðrum, kosnir í bráðabirgða-
stjórn. Nú var enn sent út nýtt tilboð að ganga í
þetta ngja fjelag, en svo leið alt árið 1869, að ekkert
varð úr neinum framkvæmdum. Á aðalfundi fjelags-
ins 11. jan. 1870 var skorað á alla liluthafa að
greiða hlutafjeð, sem allra fyrst, því ella mundi
skipið verða selt. Um sama leyti risu Norður-Þingey-
ingar upp, eða aðallega síra Gunnar á Svalbarði, bróðir