Andvari - 01.01.1918, Page 20
XVI
Tryggvi Gunnarsson.
lAndvari.
Tryggva, og rituðu mjög heita áskorun um að duga
nú vel. Greinin heitir »Áfram, áfram« og er prentuð
í Norðanfara 1870, bls. 16—18; er hún rituð af
mildu fjöri, og með sterkum upphvatningarorðum til
sljórnar fjelagsins að sýna nú röggsemi' og dugnað,
koma málinu áfram en láta ekki þá skömm henda,
að selja skipið. »Það MÁ ALLS EKKI ganga undan
í ÞETTA SINN, að fjelagið komist á stofn. Annars
er verr byrjað, en aldrei byrjaðw, segja þeir, og nið-
urlagið hljóðar svo; »Hvort sem vjer því skoðum
málið frá sjónarmiði sóma eða siðferðis, þá virðist
oss það heimta sjerlegan áhuga, og fylgi, og felum
það — að svo mæltu almenning á hendur«.
Þetta hreif, því 1 marzmánuði s. á. var nægilegt
fje komið inn, eða í vissum loforðum, til þess að
hægt yrði að gjöra við skipið, og jafnframt var þá
þegar lofað talsverðu af vörurn í skipið. Það var því
ákveðið að senda það út á komandi sumri. Á fundi
13. og 14. júní s. á. var fjelagið stofnað til fulls.
Framkvæmdarstjóri var Tryggvi Gunnarsson kosinn
í einu hljóði. Skipið var skírt Grána og fjelagið
Gránufjelag.
Meðan á öllu þessu braski stóð, höfðu kaupmenn
á Akureyri óspart dregið dár að bændum fyrir það,
að þeir skyldu ætla að fara að halda út skipi til
siglingar og verzlunar. Höepfner ljet sjer um munn
fara 1869, að hann inundi næsta sumar sjá skipið
grotnað sundur í sandinum, þar sem það lá. Þeir
kölluðu það í háðungarskyni »Gránu«, og feslist það
við skipið, og var því þess vegna valið sem endilegt
heiti, og jafnframt þó til að storka andstæðingunum.
Kaupmenn neituðu bændum alveg um peninga, af