Andvari - 01.01.1918, Page 21
Andvari.]
Tryggvi Gunnarsson.
XVII
því þeir voru hræddir um, að þeir ætluðu að leggja
þá »í þennan góða skipw.1)
Þótt ekki væri hjer um mikið fjárframlag að ræða,
skoðað með nútímans augum, þá var það samt
mikið fje 1 þá daga, svo mikið, að það mátti heita
hreint þrekvirki af bændum að koma þessu í verk.
Efnamenn voru þá fáir, og efnin lítil frá voru sjón-
armiði. Menn sem áttu svo sem 3000—4000 rdl.
virði, voru þá taldir stórríkir. Og þó einhver efni
væru, var nær ómögulegt að ná í peninga. Kaup-
menn ljelu sama sem ekkert út af þeim, og láns-
stofnanir voru þá engar til.
Tryggvi fór með skipið til Hafnar sumarið 1870,
en hafði ekki nægar vörur hjeðan, sem eðlilegt var,
til þess að geta fengið fullfermi aptur. Hann varð
því að fá vörurnar að láni, en það ætlaði ekki að
ganga greitt, því íslenzku (þ. e. danskir) kaupmenn-
irnir spiltu fyrir því, eins og þeir' gátu, en þó fjekst
farmurinn að lokum. Þessi byrjun var því góð, því
viðskiptin reyndust mjög ábatasöm; útlendu vör-
urnar voru miklu betri, en menn áttu að venjast, og
þó mun ódýrari. Pað suinar keypti fjelagið mikinn
part úr Oddeyri, og bygði þar verzlunarhús. Árið
eptir hafði fjelagið tvö skip í förum, og Grána var
send í verzlunarferð til Raufarhafnar, Þórshafnar og
Seyðisfjarðar, því þá höfðu Múlsýslingar lagt mikið
fje, 10,000 rdl., í fjelagið. Fyrstu árin gaf fjelagið
6°/o í vexti til hluthafa, og næstu árin voru verzlanir
settar á stofn á ýmsum stöðum, svo sem Seyðisfirði
og Siglufirði. Mátli svo heita að fjelaginu yxi þróttur
á ári hverju, og var svo komið við árslok 1876, að
1) Norðanfari 1869, bls. 18.