Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 23
Andvari.] Tryggvi Gunnarsson. XIX
því, enda gengu þá hörð ár í garð. Fjelagið komst
í skuld við danskan stórkaupmann, umboðsmann
fjelagsins, hlutabrjefin fjellu í verði, svo að í kring-
um 1890 mátti kaupa þau fyrir 10 kr. og þar undir,
og verzlunin hjá fjelaginu var hvorki betri nje verri
en hjá gömlu dönsku einokunarverzlununum, hún
var nákvæmlega eins. í sjálfu sjer gjörði þetta samt
okki svo mikið til, því innlend verzlunarstjett var
víða komin upp, og umfram alt, kaupfjelögin voru
þá komin til sögunnar.
Ástæðan til þessarar skjótu hnignunar fjelagsins
var meðfram harðæri, sem ríkti öll árin frá 1880 til
1890, en meðfram var þetta þó óefað Tryggva að
kenna. Hann var naumast fær um að stjórna einn svo
umfangsmiklu fjelagi, eins og það var orðið um
1880, til þess hafði hann ekki fengið nógu yfirgrips-
mikla mentun, og svo var hann við ýms önnur
störf riðinn, sem eðlilega drógu huga hans frá fje-
laginu. Þannig sat hann á þingi hálft þetta tímabil,
og Ijet þar mikið til sín taka, hafði þar af leiðandi
ýmsar framkvæmdir á liendi í landsins þarfir. Þar
sem hann sat á þingi alt sumarið, gat hann að eins
haft stutt, og því allsendis ónógt eftirlit með verzl-
unum fjelagsins, því hann sat allan veturinn niðri í
Kaupmannahöfn.
Stofnun Gránufjelagsins og verzlunarrekstur þess
fyrstu árin gjörbreytti allri verzlun á Norður- og
Austurlandi og víðar, eins og sjá rná af því sem að
framan hefur stuttlega verið drepið á. Vöruvöndun
jókst, verð á innlendri vöru hækkaði mjög, og útlend
vara komst í skaplegt verð, og loks má geta þess,
sem ekki var minst í varið, að bændur lærðu nú
að þekkja mátt sinn og meginn, ef samtökin vantaði