Andvari - 01.01.1918, Qupperneq 24
XX
Tryggvi Gunnarsson.
[Andvari
ekki. Gránufjelagið er því beinn undanfari, og að>
miklu leyti fyrirmynd kaupfjelaganna, sem allir vita,
hvað magnast hefur á síðustu áratugum og gripið
hefur djúpt inn í líf þjóðarinnar. Þótt Trj'ggvi hafi
unnið mörg og margvísleg verk um sína löngu æfi
til gagns fyrir þjóðina og einstaklinga, þá verður þó
nafn hans lengi bundið við Gránufjelagið, og mestra
vinsælda og virðingar hefur stjórn þess aflað honum,
þrátt fyrir endalokin. Það er óhætt að fullyrða, að
enginn maður á Norður- og Austurlandi var í eins
miklu áliti og Tryggvi á þeim árum, olli því meðal
annars hin dæmafáa starfsemi hans, greiðvikni og
góðfýsi við menn, en einkum þó ósjerplægni hans,
sem var alveg einstök; þannig stakk hann upp á
því einu sinni, meðan hagur fjelagsins þó stóð sem
bezt, að lækka laun sín, og er slíkt víst alveg eins
dæmi á þessu landi, og sennilega þó viðar sje ieilað„
1893 ljet Tryggvi af forstjórastarfmu við Gránu-
fjelagið, og gerðist bankasljóri Landsbankans frá 1.
maí s. á. Ekki hafði Tryggvi neina sjerstaka banka-
þekkingu til að bera, en hann þekti mjög vel, ef tií
vill betur en flestir aðrir, hag bænda yfirleitt, og
hvern stuðning landbúnaðurinn þurfti að hafa af
banka, og sjávarútveg í stærra stýl þekti hann
sömuleiðis manna bezt, því Gránufjelagið hafði í
mörg ár átt þilskip, og hann gjört þau út með mikl-
um dugnaði og framsýni. Auk þess var Tryggvi þá
orðinn landskunnur fyrir framkvæmdir sínar; hafði
þá nýlega lokið við Ölvesárbrúna. Menn hugðu því
alment vel til komu Tryggva að bankanum, en sú
von brást þó að nokkru leyli. Þótt Tryggvi væri
upphaflega bóndi, ljet hann sjer lítið um það hugað
að efla landbúnaðinn, og verður eiginlega ekki bent