Andvari - 01.01.1918, Page 28
XXIV
Tryggvi Gnnnarsson.
[Andvari.
annar maður skipaður í hans stað, að hann hefði
eigi viljað skila af sjer skjölum, bókum og pening-
um, er hreppnum tilheyrðu, að hann hefði vakið
óróa og æsingar með þessu atferli sínu, og taldi
amtmaður liann því hafa gjörst brotlegur gegn 75.
gr. í tilsk. 11. apríl 1840 (svik), og hafði því skipað
sýslumanni að setja Tryggva í reglulegt varðhald,
helst úti á Húsavík undir handarjaðrinum á honum
sjálfum.1) Tryggvi og Jón á Gautlöndum sýndu Ijós—
lega, að kæra þessi og sakargiptir voru á engum
rökum bygðar, og var hann viðurkendur á þinginu
i einu hljóði. Á þessu fyrsta þingi Tryggva hafði
stjórnin lagt stjórnarskipunarmálið fyrir í tvennu lagi,
frumvarp um »hina stjórnarlegu stöðu íslands í rík-
inu« og »frumvarp til stjórnarskrár um hin sjer-
staklegu málefni íslands«. Þingmenn skipuðu alla
hina sömu menn í nefnd í báðum þessum málum,
meðal þjóðkjörinna þingmanna. en engan konung-
kjörinn. Var Tryggvi einn nefndarmanna, og sýnir
það Ijóslega, hve mikið álit hann þá þegar var kom-
inn í, þótt hann væri enn ungur og óreyndur.
Tryggvi var þá, og alla tíð meðan Jón Sigurðsson
lifðí, ótrauður fylgismaður hans, enda hafði Jón
miklar mætur á honum, og fór jafnan mjög lofsam-
legum orðum um hann. »Tryggvi Gunnarsson er
bezti maður og lykill að norðurlandi«2 3). »Tryggvi
er gætinn maður og bezti drengur«8). Hann fylgdi
því Jóni eindregið í þessum málum, sem þá voru
efst á dagskrá þjóðarinnar, en annars hafði hann
sig fremur lítið uppi á þvi þingi.
1) Alp.tíð. 1869, bls. 21.
2) Minningarrit, bls. 503.
3) Sst., bls. 532 og 533.