Andvari - 01.01.1918, Page 29
Andvari.]
Tryggvi Gunnarsson.
XXV
Þegar Trj'ggvi kom næst á þing 1875, hið fyrsta
löggjafarþing, var hann á bezta aldri, rjett fertugur,
forstjóri fyrir stóru verzlunarfjelagi, vel metinn og í
miklu afhaldi í tveimur landsfjórðungum, áhuga-
mikill, áræðinn og sístarfandi. Það var þvi næsta
eðlilegt, þó hann ljeti allmikið til sín taka. Það er
líka óhætt að fullyrða að á tímabilinu frá 1875—85,
liafi fáir þingmenn haft jafn mikil áhrif sem hann,
einkum þó á siðara kjörlímabilinu, frá 1881 til 1885,
því þá mátti hann heita nær einvaldur i neðri deild,
og Magnús Stephensen i efri deild.
Þegar á hinu fyrsta þingi 1875 var hann kosinn í
þýðingarmestu nefndina, fjárlaganefndina, og var
liann jafnan síðan endurkosinn í hana, venjulega
formaður nefndarinnar, en aldrei framsögumaður,
enda var hann enginn ræðuskörungur, þó var hon-
um fremur ljett um mál, einkum á hans fyrri árum.
Talaði hann bæði opt og lengi, því hann ljet mörg
mál til sín taka. Fyrir utan fjármálin barðist hann
einkum fyrir samgöngumálum. Að hann hafi borið
brýr og vegi fyrir brjósti, er auðsætt af þvi, sem síðar
verður frá skýrt. En á þingi voru það þó einkum
samgöngur á sjó, er hann ljet sjer ant um. Árið
1875 voru beinar gufuskipaferðir til landsins frá út-
löndum mjög fáar, en alls engar ferðir í kringum
landið. Þetta var því bagalegra, sem lagðir vegir
voru þá alls engir, og póstferðir svo ljelegar, að
tæplega var unt að senda böggul landsfjórðunga á
milli. Menn fundu enn sárara til þessa samgöngu-
leysis á sjó, af því þeir höfðu vanist þeim fáum ár-
um áður, þó stutta stund væri, er norska gufuskipið
»Jón Sigurðsson« fór hjer strandferðir. Á fyrsta lög-
gefandi þingi barðist hann því vasklega fyrir strand-