Andvari - 01.01.1918, Side 31
Andvari].
Tryggvi Gunnarsson.
XXVII
að ekki væru fleiri verzlanir fyrir víst svæði, en þrif-
ist gætu með góðu móti. Yrði samkepní ótakmörkuð
áleit hann hættu búna landsmönnum, því þá myndi
þá bresta nauðsynjavöru, og hverja verzlunina eyði-
leggja hina. Það ætti því að vera hæfdega margir
verzlunarstaðir og hæfilegar verzlanir, ein eða fleiri
á hverjum stað, en sú verzlun átti að gera vel við
viðskiptamenn, birgja þá upp með nauðsynjum, kaupa
og selja vörur fyrir hæfilegl verð. Verzlunin átti að
vera nokkurskonar »formyndari« bænda, þá gat báð-
um liðið vel. Þessi formyndara hugmynd var annars
mjög rík í huga Tryggva, og kom fram á hærra stigi
í bankastjórn hans. Ef hann áleit, að lán tekið i
vlssum tilgangi, yrði ekki að tilætluðum notum, þá
var hann viss með að neita um það, og kunnu menn
því illa, sem von var, einkum, ef um smámuni var
að ræða. Þegar um stærri fyrirtæki er að ræða, er
slík fyrirhyggja frá banka hendi sjálfsögð.
Á alþingi 1875 höfðu verið sett og samþykt lög
um laun embættismanna, laun, sem eptir verðlagi
þá, voru mjög rífleg, og sum freklega há. Embættis-
mennirnir, einkum þeir konungkjörnu, höfðu keyrt
lögin í gegn um þingið. Lög þessi vöktu megna og
almenna gremju hjá þjóðinni, en það er venjulega
erviðara að fá afnumið eða breytt lögum, en koma
þeim á. Eptir harðinda-árin 1881 og 1882 var samt
álítið revnandi að fá launin lækkuð, og var því á
þingi 1883 mynduð svo kölluð »sparnaðarnefnd«
aðallega fyrir forgöngu Tryggva. Kom nefnd sú fram
með 5 frumvörp alls til þess að lagfæra og jafna
launakjör embættismanna, og fylgdi Tryggvi ])essu
máli fast fram, en aðalmálið, breytingin á fyrnefnd-
um lögum, fjell þó að því sinni.