Andvari - 01.01.1918, Blaðsíða 32
XXVIII
Tryggvi Gunnarsson.
[Andvari.
Á öðru þingtírnabilinu 1881—85 var byrjað á
stjórnarskrármálinu, þ. e. endurskoðun stjórnarskrár-
innar, og var Tryggvi fremur andvígur því, einkum
þó árið 1885. Hjelt liann langar ræður gegn því, og
bar fyrir sem aðal-ástæðu, að það væri mjög óhent-
ugur tiini þá, til að framfylgja inálinu, og var það
hverju orði sannara.
Því það er að mínu áliti enginn vafi á því, að
það var að mörgu leyti óheppilegt, að hefja nýja
stjórnarskrárdeilu í þá mund. Þjóðin hafði þá engan
þroska til að taka sljórn landsins í sínar hendur;
samgöngur á sjó voru í byrjun og Iitlar á landi;
engar brýr enn bygðar, nje vegir lagðir; landbúnað-
urinn var á sama reki og fyrir mörgum öldum, eða
jafnvel enn lakari; fiskiveiðar voru stundaðar á opn-
um smábátuin, og voru undir því komnar, að guð
gæfi gæftir, og að íiskurinn rendi sjer inn á venju-
leg fiskimið, brygðist annað hvort þetta, var hungurs-
neyð við sjávarsíðuna, eins og varð t. a. m. í Reykja-
vík og grend 1877—78. Það þurfti að efla allar al-
vinnugreinar, áður en nokkurt vit var í því, að Ieggja
út í baráttu um stjórnarskrána. Þar næst var tíminn
mjög óheppilega valinn gagnvart Danmörku. Einmitt
á þessu ári, þá um vorið, voru fyrstu bráðabirgða-
fjárlögin gefin út, og æsingin í Danmörku komst þá
á sitt æðsta stig. Estrup-stjórnin, sem þá sat að
völdum hlaut að skilja þessa hreyfingu á íslandi svo,
sem liún stæði í sambandi við kröfur vinstri manna
í Danmörku um þingræði, og skildi hana líka svo.
Hreyfingin hjer heiina þá var því vonlaus til sigurs
þegar í fæðingunni. Á þessa ástæðu lagði Tryggvi
líka mikla áherzlu í ræðum sínum. Loks má geta
þess, að forkólfar stjórnarskrármálsins höfðu þá alls