Andvari - 01.01.1918, Síða 33
Andvari].
Tryggvi Gunnarsson.
XXIX
ekki gert sjer ljósa grein fyrir kröfum sínum. E*ólt
Tryggvi því berðist gegn þessu máli á þingi 1885,
verður honum tæplega ámælt fyrir það.
Svo liðu 9 ár, þangað til Tryggvi kom aptur á
þing, og hatði mikið breyzt á þessu tímabili, sem
gerði aðstöðu hans á þingi örðugri en áður, sjer í
lagi þó það, að nú voru ýmsir yngri menn á þing
komnir, er ljetu mikið til sin taka, og sumir þeirra
voru honum lítt velviljaðir af vmsum orsökum.
þessir menn beindust mjög að bankanum og stjórn
hans, og hlífðust lítt við Tryggva, eins og áður er
frá sagt. Hann hafði ráðist á það upp á eigið ein-
dæmi að reisa hús handa bankanum og reikningsskil
fyrir bankabyggingunni þóttu koma seint fram. Átti
hann því í talsverðri vök að verjast í þessum málum,
en hann tók því að jafnaði rólega, lofaði mönnum
að tala eins og þeir vildu, og fór því einu fram sem
hann vildi sjálfur. Áhrif hans á þingi voru þessi
siðari árin fremur lítil, en þó tók hann allaf mikinn
þátt í umræðunum.
í stjórnarskrárbaráttu þeirri, sem var bæði löng
og hörð fyrir og eptir aldamótin, var hann eindreginn
mótstöðumaðurValtýskunnar, og þegar regluleg flokka-
skipting komst á, varð hann fylgismaður heima-
stjórnarflokksins, og var mjög tryggur og einlægur
flokksmaður, ávalt boðinn og búinn að styrkja flokk
sinn í orði og verki, og ekki sízt með fjárframlögum;
var hann í þ'ví meðal hinna helztu ílokksmanna.
Alls sat Tryggvi á 16 þingum og verður að teljast
með hinum merkustu þingmönnum, einna fremstur
meðal þeirra, sem hafa lagt grundvöllinn undir þær
miklu frainfarir, sem hafa orðið hjá þjóð vorri síðan
vjer fenguin stjórnarskrá.