Andvari - 01.01.1918, Side 34
XXX
Tryggvi Gunnarsson.
(Andvari.
Tryggva Gunnarssyni hefur nú verið nokkuð lýst
sem bónda, kaupfjelagsstjóra, bankastjóra og alþing-
ismanni, en þó er margt ótalið enn, sem hann vann
í þarflr almennings, og skal þessu næst drepið stutt-
lega á hið helzta þeirra.
Tryggvi hafði eins og áður hefur verið á vikið,
lært smíðar í æsku sinni, enda var hann þjóðhagi
að náttúrufari. Það var hans mesta yndi alla æfi að
fást við smíðar og annað því skylt. Hann bygði
veginn milli Akureyrar og Oddeyrar, hann tók að
sjer að velta fram Tjarnarbrekkunni og lagði Tjarn-
argötuna, hann bygði ofan á steinbryggjuna í Reykja-
vík og framlengdi hana in. m. Á mörgum fyrirtækjum
tapaði hann fje, en hann horfði ekki í það, hann
mat ávalt almenningsheill meira en sinn eigin hag.
Hann þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni, og ef liann
áleit verkið nauðsynlegt, tók hann það að sjer, þótt
sýnilegt væri, að það væri eigi arðvænlegt; að hann
tapaði fje við ýms fyrirtæki, kom þó jafnframt til af
því, að hann hafði of mörg járn í eldinum og varð
því að fela framkvæmdina öðrum, án þess hann
gæti haft nægilegt eptirlit, og völdust honum þá
stundum misjafnir menn.
Skipasmíð stundaði og Tryggvi allmikið. Einu
sinni keypti liann franska fiskiskútu á uppboði og
gerði sjálfur svo við hana á fáum dögum, að hún
var liaíl'ær. Skipið hjet Rósa og varð eitt af beztu
og lieppnustu skipum Gránufjelagsins.
Frægastur er Tryggvi samt af brúarsmíðunum.
Hann byrjaði með því að búa til teikningu af brú,
er hann áleit hagkvæma á íslandi, og ljet síðan
smíða brú eptir þeirri teikningu í Kliöfn, og gaf
síðan brúna á Eyvindará 1 Fljótsdalslijeraði; með því