Andvari - 01.01.1918, Page 35
Andvari).
Trj^ggvi Gunnarsson.
XXXI
lagi voru síðan allar brýr bj'gðar norðanlands á
þeim árunum og var Tryggvi meira eða minna við
þær riðinn, og má þar einkum tilnefna brúna yfir
Skjálfandafijót. Merkust af öllum mannvirkjum
Tryggva, og það sem líklega lengst mun halda nafni
hans á lopti, er þó Ölvesárbrúin.
Eptir margra ára baráttu á þingi hafðist það loks
í gegn á alþingi 1887, að brú skyldi lögð yfir Ölvesá,
og stjórnin samþykti lögin með semingi, mest fyrir
fortölur Tryggva og áeggjan, 3. mai 1889. Lands-
stjórnin átti að annast um byggingu brúarinnar, og
hyrjaði á því að bjóða hana út í þremur þjóðlönd-
um álfunnar, þýzkalandi, Englandi og Frakklandi,
en engin tilboð komu, því verkfræðingar töldu óger-
legt að koma henni upp fyrir 60 þúsund krónur,
sem veittar voru í því skyni. Þá kom Tryggvi til
sögunnar og bauðst til að byggja brúna. það hefði
eigi verið óeðlilegt, þó stjórnin hefði sýnt Tryggva
alla nærgætni og tilhliðrunarsemi í samningum, sem
unt var, er hann hafði þor og þrek til að ráðast í
að byggja þetta stærsta mannvirki, sem gjört hafði
verið frá því ísland bygðist, og um leið eitt
hið nauðsynlegasta á þessu landi. En því fór fjarri;
um það er mjer fullkunnugt, því jeg var þá aðstoðar-
maður í stjórnarráðinu í Khöfn. T. a. m. sendi hún
afardýran verkfræðing, sóktan frá Farís, til þess að
hafa stöðugt eptirlit með verkinu, á Trj'ggva kostnað
auðvitað, i stað þess að nægt hefði, að senda hann
um það bil, sem brúarsmiðið var að enda, til þess
að taka hana út. Far sem nákvæm teikning var lil
af brúnni í smáu og stóru, virðist það hefði mált
nægja. En þetta eptirlit varð Tryggva bæði til mikils
kostnaðar og leiðinda að ýmsu leyti. Auk þess varð